Ég er hugfangin af kanadíska þjóðsöngnum sem segir: Ó. Kanada, ó, Kanada, við stöndum vörð um þig. Þetta segjum við um kristna trú okkar: Við stöndum vörð um þig. Í samtali við önnur trúarbrögð sem eru í minnihluta hérna sjáum við að þau standa vörð um sína trú. Við gætum orðið svo kurteis meirihluti að við hættum að standa vörðinn sem við eigum að standa um okkar trú.
Við þurfum að gera okkur grein fyrir því sem kann að gerast ef við hættum að standa vörðinn. Þá verður kristin trú er ekki lengur boðuð alls staðar í landi okkar, í hverum bæ og sveit. Þá verður tómarúm sem fyllist af einhverju öðru. Við höfum ekki hugmynd um hvað það yrði. Þá verðum við vegalaus. Þá verða sjálfsögð gæðin sem við höldum að séu frá sjálfum okkur ekki lengur sjálfsögð. Af því að þau nærast ekki af okkur heldur Jesú frelsara okkar. Stöndum vörð. Það er undursamlegt sameiginlegt verkefni okkar. Kristin trú stendur vörð um okkur og vekur sífellt með okkur vináttu og réttlæti og allt sem við þurfum.
Blíðar kveðjur, Auður Eir