Vegurinn heiman er vegurinn heim
Við ætlum í messunni næst að tala um Emmausfarana, þau sem fóru síðdegis á páskadag niðurbrotin heim til sín frá Jerúsalem og gátu ekki ennþá gert sér það ljóst að Jesús var upprisinn. Þá kom ókunnur maður og lét sem hann vissi ekki hvað þau töluðu um. Þau sögðu honum að allar vonir þeirra um Jesúm væru brostnar því hann var dáinn. Þau buðu honum að borða og gista því það var orðið framorðið. Og þegar hann braut brauðið við kvöldverðarborðið og rétti þeim sáu þau að það var hann. Og þótt það væri framorðið hlupu þau til baka til Jerúsalem til að segja hinum.
Við ætlum svo að tala um kirkjuna okkar þar sem svo margt fólk segist ekki kæra sig um að vera lengur og kirkjan geti bara sjálf kennt sér um að þau fari. Þau verða bara að fara, held ég. En þau ættu ekki að gera það. Þau ættu að hugsa málið og sjá að kristin trú er undirstaða þeirra góðu gilda sem eru í heiðri. Hún er grundvöllur þeirra sem vilja.
En við sem látum okkur ekki detta í hug að það væri kirkjunni að kenna ef við færum, það væri bara sjálfum okkar að kenna, hugsum saman: Við sláum vörð um kirkjuna eins og hún hefur slegið vörð um okkur. Hún sagði okkur frá Jesú.
Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur innan þjóðkirkjunnar og stendur þar með hópunum mörgu, öllum söfnuðunum og öllum hinum sjálfstæðu hópunum innan og utan þjóðkirkjunnar. Þar er alls staðar annast um allt það fólk sem er þar og gildin sem við eigum öll saman.
Blíðar kveðjur. Auður