Jólasálmarnir eru okkur kærir. Þeir auðga líf okkar: Opna okkur fyrir nálægð Guðs og fylla okkur kærleika og von. Við spurðum nokkrar konur í Kvennakirkjunni um hver væri þeirra uppáhalds jólasálmur? (Hægt er að smella á nöfn sálmanna til að sjá texta þeirra.)
Aðalheiður Þorsteinsdóttir organisti hvað hann vera sálminn nr. 94 í Sálmabókinni: Jesús þú ert vort jólaljós
Frú Agnes M. Sigurðardóttir Biskup Íslands og Sigríður Magnúsdóttir sálmaskáld voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur nr.78 í Sálmabókinni: Í dag er glatt í döprum hjörtum Jafnframt sagði Sigríður að á seinni árum hefði hún fengið mikið dálæti á undurfallegum texta sr. Hjálmars Jónnssonar: Á dimmri nóttu bárust boð sem er númer 564
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona segir að Hátíð fer að höndum ein sé í miklu uppáhaldi hjá henni en hann er númer 722 í Sálmabókinni.
Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hvað uppáhalds jólasálmurinn sinn vera aðventusálmurinn: Kom þú , kom vor Immanúel sem er nr.70 í Sálmabókinni og fast á hæla honum komi sálmurinn nr.81: Guðs kristni í heimi.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Kristín Ragnarsdóttir gjaldkeri Kvennakirkjunnar voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur númer 82 í sálmabókinni: Heims um ból
Elísabet Þorgeirsdóttir stjórnarkona í Kvennakirkjunni heldur mikið upp á sálm Stefáns frá Hvítadal nr. 74 í Sálmabókinni: Gleð þig særða sál. Lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns . Þessi sálmur er einnig í miklu uppáhaldi hjá Kristínu.
Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir metur mest sálminn nr.75: Ó Jesúbarn, þú kemur nú í nótt . Næstur í röðinni er Himnarnir opnast. Textinn er eftir Björgu Þórhallsdóttur og Karl Bendsen við erlent lag. Hann er ekki í sálmabókinni en hægt að sjá hann ef smellt er á titilinn. Báðir eru þessir sálmar bænasálmar og notar hún þá gjarnan í heima hugleiðingarstund á aðfangadagskvöldi.
Himnarnir opnast!
Birtist mér þú,
þess hef beðið
í von og trú.
Himnarnir opnast!
Myndin þín skær
yljar mitt hjarta
þú færist nær.
Himnarnir opnast!
Mig leiddir þú
og gafst mér kraf þinn
ást þína og trú.
Himnarnir opnast!
Lýsir af þér,
myrkrið það hverfur
úr hjarta mér.
Sóló: Þú vakir yfir mér
og lýsir veginn minn
með opinn faðminn þinn.
Himnarnir opnast!
Ég þakka þér
gleðina alla
sem gafstu mér.
Björg Þórhallsdóttir og Karl Berndsen
Af disknum Himnarnir opnast með Björgu
Þórhallsdóttur.