Hið sanna ljós sem upplýsir hverja manneskju kom nú í heiminn, segir um jólin í upphafi Jóhannesarguðspjalls. Ég heyri nú sem fyrr margt blaðrið um komu jólanna. Svo sem að þau hafi verið heiðin hátíð sem var púkkað uppá og gerð að jólunum. En sannleikrinn er sá að margir grísku heimspekingarnir sem tóku á móti trúnni á Jesúm Krist vildu ólmir sameina kristna trú og grísku heimspekina. Einn þeirra sem hét Íreneus og lifði til 202 taldi þjóðráð að velja jólum og páskum hátíðisdaga grískrómverskrar menningar. Það skiptir engu. Það sem skiptir öllu er að hið sanna ljós sem upplýsir hverja manneskju kom nú í heiminn. Guð er komin. Hún kom og var Jesús. Frelsari heimsins sem gefur þér frið og fögnuð eins og þú hefur margreynt. Til hamingju með það. Blíðar kveðjur, Auður