Sagan af fyrstu páskum hefst um morgun. Í morgunsárið gengu konurnar út að gröfinni. Morgunsár. Fallegt orð. Ár morguns, allt er að byrja og allt er eftir. Tilhlökkun er mikils virði. Það er gaman að fara í veislu eða fá einhvern langþráðan í heimsókn, vissulega, miklu betra þó að geta hlakkað til. Gleðin fær þá lengra líf og smitar út frá sér, hún gefur miklu fleiri dögum innihald.
Með bestu kveðjum, Dalla Þórðardóttir