Susan Jeffers er ein af mínum fínustu rithöfundum. Hún skrifar gullgóðar bækur sem verða fólki til hjálpar um víða veröld. Ég vitna í hana í framhaldi af kínversku viskunni sem ég sagði frá síðast. Susan segir að við skulum hætta að halda okkur svo þéttingsfast í að allt verði alltaf að fara svo frábærlega vel. Það er miklu betra að segja að þetta fari nú einhvernveginn og treysta því að þetta einhvernveginn verði ekki sem verst. Það verði bara ágætt. Hvað segirðu um það? Ég minnist þess ekki að Susa blandi Guði í ráðleggingar sínar en ég geri það fyrir mitt leyti. Ég er handviss um að Guð vinkona okkar er með okkur í einu og öllu og stendur alltaf með okkur hvað sem gerist. Og þá hefur flest tilhneigingu til að fara heldur vel.
Blíðar kveðjur, Auður Eir