Stundum leiða vonirnar okkur alltof langt. Ég hugsa stundum um það þegar fólk er mjög vongott og telur sig hafa vissu fyrir einhverju, er kannski að sækja um starf á nýjum stað. Og hugurinn ber það hálfa leið; á nýja staðnum verður allt svo gott, þar er skólinn fyrir börnin svo vel rekinn og boðið upp á einmitt það sem þau þurfa, húsið sem þau hafa skoðað er óskahúsið, hægt að stunda skíði og þarna eru svo hugguleg kaffihús. Og þau sem vona eiga það svo sannarlega skilið að hljóta þetta nýja. Svo, fær einhver annar allt þetta. Hrunið er hátt.
Jesús hrindir burtu því sem slær niður. Það má ekki taka frá manni lífið. Við megum ekki festa okkur við eina von. Það er hann sem er okkar von. “Ég er Drottin Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa. “ Fyrsta boðorðið þýðir þetta sama: Þegar ekkert virðist eftir, þá er það ekki rétt.
Guð er að tala við þig , stöðugt, og benda á tilgang í tilverunni, það er til vegur framundan.
Með bestu kveðjum, Dalla Þórðardóttir