Sólin skín og fuglarnir syngja ellegar þá að dropar stórir detta úr lofti.
Alla vega er sumarið komið og birtan umvefur okkur dag og nótt. Hvað
finnst mér nú skemmtilegast í þessu nýja sumri? Mér finnst skynsam-
legt að við spyrjum okkur og svörum þegar okkur detta svörin í hug. Það
er nefnilega svo undursamlegt að sjá allt það góða sem við eigum og njóta
þess.
Finnst þér birtan skemmtilegust? Eða vináttan sem þú færð að njóta á
þessum sumardögum? Eða möguleikarnir í mismunandi dögunum sem verða
ögn aðrir en í vetrinum? En alla ársins daga eigum við þessi dæmalaust
góðu tækifæri til að láta dagana ganga eftir taktinum í verkefnunum, mál-
tíðunum, samtölunum, lestrinum, gönguferðunum og hverju sem við tökum
okkur fyrir hendur. Mismunandi frá einni til annarrar og frá sjálfum okkur
eftir því sem dagarnir bjóða og heimta.
Blíðar kveðjur, Auður