Marsnámskeiðið okkar verður um slökun og leit að orðum Mánudagskvöldin 16. og 23. mars hittumst við í Þingholtsstræti klukkan 20 – klukkan 8 um kvöldið. Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir kennir okkur slökun, líka að slaka á tungunni og við tölum saman um ný orð í kvennaguðfræði okkar. Fyrra kvöldið tölum við um að kalla Guð vinkonu okkar í staðinn fyrir að tala um föður og son. Seinna kvöldið tölum við um önnur orð um Heilaga anda. Hvaða orð getur þú hugsað þér? Þetta verður bráðskemmtilegt og gagnlegt að finna nýjar hugmyndir sem gefa okkur nýja gleði í daglegri trú okkar.