Mánudaginn 23. janúar hitta kvennakirkjukonur Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu í Neskirkju klukkan 4.30. Hún ætlar að fjalla um verk sín sem eru nú til sýnis í kirkjunni. Þessi góða samverustund verður á vegum Örþingsnefndar Þjóðkirkjunnar, Félags prestvígðra kvenna og Kvennakirkjunnar. Þetta verður gaman og komið nú allar sem mögulega getið. Það margborgar sig og er fínt tækifæri.