SAMVERAN OKKAR Á MÁNUDÖGUM er milli klukkan hálf fimm og sex
í stofum okkar í Þingholtsstræti 17
Við höldum áfram að lesa Markúsarguðspjall eftir nýju bókinni okkar Kaffihús vinkvenna Guðs.
Við höfum verið á ferðinni til að færa öllum kvennakirkjukonum bókina að gjöf frá okkur öllum
til að þakka fyrir trúfesti og ómetanlegan stuðning. Nýjar kvennakirkjukonur hafa bæst í hópinn
Sumar vilja frekar lesa heima heldur en að koma á mánudögum og við erum allar
einn yndislegur hópur.