Þann 29. september verða liðin 50 ár frá því að fyrsta konan, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, var vígð til prests árið 1974. Af því tilefni efna Félag prestvígðra kvenna og Kvennakirkjan til málþings og messu í Háteigskirkju frá klukkan 14 til 18. 

Yfirskrift málþingsins er: Prestvígðar konur í 50 ár. Reynsla þriggja kynslóða. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir segir frá baráttunni við að fá prestvígslu og þær séra Guðbjörg Jóhannesdóttir og séra Helga Bragadóttir segja frá reynslu sinna kynslóða af preststarfinu. Séra Ólöf Snorradóttir formaður Félags prestvígðra kvenna leiðir umræður og hvatt er til samræðu og fyrirspurna. 

Kaffisamsæti verður frá klukkan 16 til 17.  

Að því loknu hefst messa Kvennakirkjunnar undir yfirskriftinni Guð er vinkona mín. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og hina ýmsu messuliði flytja biskuparnir séra Guðrún Karls Helgudóttir og séra Agnes M. Sigurðardóttir, séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, séra Arndís Linn, séra Dalla Þórðardóttir, Þjóðhildur Þórðardóttir og Elísabet Þorgeirsdóittir.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Elín Þöll og Yrsa Þórðardætur syngja saman við gítarundirleik.