Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember
Prédikanir 2016
Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember 2017í Háteigskirkju.
Uppi á bláum boga, bjartar stjörnur glitra
Norðurljósin loga, leiftra, iða, titra
Jólaklukkur klingja, hvíta foldu yfir.
Hátíð inn þær hringja, hans sem dó en lifir. (AGJ)
Já jólahátíðinni hefur verið hringt inn. Steikinn er kólnuð, skrjáfið í umbúðapappírnum þagnað, kertin eru brunnin upp. Andrúmsloftið breytt. Eftir annasaman aðdraganda hefur helg og heilög kyrrð jólanna smám saman færst yfir. Henni fylgir ró, friðsæld, kannski tilfinning um að nú sé allt nokkurn veginn eins og það á að vera, eins og það ætti að vera – og hvert okkar vildi ekki halda í þessa tilfinningu eins lengi og við mögulega gætum – að allt yrði áfram svolítið fullkomið, afslappað, fyrirhafnarlaust, pínu himneskt.
En hvað er hún þessi upplifun sem við skynjum á jólum, upplifuna af að geta dregið djúp að sér andann og fundið ró, helgan frið og sanna gleði í hjartanu? Er hún kannski feginleiki yfir að aðdragandi jólanna sé loksins búin eða skynjum við að hún snúist um eitthvað meira og risti dýpra, snúist um einhvers konar leyndardóm – eitthvað sem er heilagt.
Hvað með þennan umtalaða dreng sem fæðist aftur og aftur og hefur breytt heiminu.
Komdu, Við skulum krjúpa saman við jötuna. Hvað sjáum við?
Það er eins og tíminn stöðvist eitt augnablik þegar nýr einstaklingur fæðist í heiminn. Því fylgir undrun og lotning yfir lífinu og skapara þess. Undrun og lotning yfir einhverju sem við náum ekki alveg utanum en skynjum að er mikilvægara en allt annað.
Og Þarna liggur hann, Jesús sjálfur og ilmar eins og ungabarn þrátt fyrir óþefinn í fjárhúsinu allt í kring. Það skín frá honum helg og hlý birtann þrátt fyrir myrkrið allt í kring.
Það var ekki pláss fyrir hann, ófæddann þetta fyrsta kvöld í gistihúsinu. […]
Prédikun í Kvennakirkjunni í nóvember 2016
Prédikanir 2016
Prédikun í Kvennakirkjunni í NÓVEMBER 2016 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Á kvennaárinu mikla, 2015 sá ég áhrifamikla leiksýningu í heimabæ mínum Mosfellsbæ. Það var Leikfélag Mosfellsbæjar sem setti upp þessa metnaðarfullu sýningu sem hét Mæður Íslands. Leikara hópurinn hafi skapað verkið í samvinnu við leikstjóran og það fjallaði um veruleika íslenksra kvenna á einlægan og ögrandi hátt.
Mér er sérstaklega minnistæð ein senan þar sem leikararnir, konur á öllum aldri, stilltu sér upp í hálfhring, snéru andlitum sínum að áhorfendum og stóðu þöglar um stund. Svo byrjaði sú fyrsta; Ég hefði ekki átt að gera þetta svona. Svo kom löng þögn. Önnur kona, allt annarsstaðar í röðinni hóf þá upp rausn sína og sagði ; ohh, það er svo ömurlegt á mér hárið. Sú þriðja, hvað ég er vitlaus? Síðan héldu þær áfram hver af annarri með stuttar, hnitmiðaðar setningar. Ég man gæsahúðina sem hríðslaðist upp eftir bakinu á mér þegar ég gerði mér grein fyrir hvað var að gerast. Þær voru að túlka samtölin sem við eigum innra með okkur, við okkur sjálf. Þegar við drögum okkur niður og teljum sjálfum okkur trú um að við séum ekki nógu hitt eða þetta.
Og ég hugsaði, Vá ég sem hélt þetta væri bara ég ! hvert stefnum við vesalings mannfólkið, er það virkilega svona sem við tölum til okkar sjálfra á Íslandi í dag, eru þetta áhrifin sem við höfum hvort á annað á 21 öldinni… heimur versnandi fer, ekki satt?
Í haust, ári seinna hef ég svo setið námskeið í Lágafellskirkju um hugrekki. Það er byggt á rannsóknum konu sem heitir Brené Brown og er prófessor við háskóla í Houston. Hún hefur síðasta áratuginn rannsakað skömm og hugrekki, berskjöldun og verðugleika og tekið viðtöl við tugþúsundir fólks […]
Prédikun úr guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju
Prédikanir 2016
Auður Eir Vilhjálmsdóttir í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju
sunnudaginn 16. október 2016
Við erum að tala um kvíðann á námskeiðinu okkar og tölum líka um hann í kvöld.
Við höfum sagt margt um kvíðann. Við höfum sagt að okkur finnst hann vera búnt af ýmsum tilfinningum og helst sektarkenndinni en líka einsemdinni og reiðinni og streitunni og ýmsu fleiru.
Kvíðinn er hluti af öllu hinu sem er öðru vísi en það á að vera. Það tilheyrir böli heimsins. Og hvað er eiginlega böl heimsins?
Rétt um 500 árum fyrir Krist voru miklar hugmyndir í gangi á mörgum stöðum í heiminum. Alveg eins og fyrr og síðar hafa miklar hugmyndir orðið til á sama tíma á ýmsum stöðum. Eins og kvennaguðfræðin. 500 árum fyrir Krist var Sókrates í Grikklandi og Búdda í Indlandi og í Kína voru Lao Tse og Konfúsíus.
Sókrates sagði að bölið væri fáfræðin og björgunin væri að hugsa skýrar. Búdda sagði að það væri löngunin eftir einu og öðru og læknaðist með því að forðast langanir og hugsa og tala fallega og hegða sér rétt. Laó Tse sagði að það væri skortur okkar á sambandi við náttúruna og læknaðist með meira sambandi og dulúðugri íhugun. En Konfúsíus sagði að við ættum bara að vera raunsæ og sjá að svona væri nú lífið og við skyldum skella okkur í að taka þátt í því og bæta það. Hann sagði að þegar liði á lífið yrði alltaf fleira sem við vildum að hefði verið öðru vísi og við skyldum horfast í augu við það og drífa okkur svo út úr þeim hugsunum.
Svo kom Jesús 500 árum seinna. Hvað sagði hann? Hann sagði að bölið væri syndin og björgunin væri hann sjálfur. Vertu í mér eins og […]
Prédikun í Grensáskirkju í september 2016 – Auður Eir
Prédikanir 2016
Við ætlum að tala um kvíðann og það er upphafið að námskeiðunum sem við höldum til jóla og kannski í allan heila vetur. Við sjáum bara til.
Ég ætla að setja upp ræðustíl sem er þrisvar sinnum þrisvar, aðallega bara að gamni og líka til að hafa þetta skýrt og klárt. Það verða þrjár línur með þremur atriðum hver.
Fyrstar lína:
Það var sagt á síðustu öld að kvíðinn yrði aðaleinkenni þessarar aldar. Og það varð. Kvíðinn er svo yfirþyrmandi að fólk verður örmagna og öryrkjar af djúpum og þungum kvíða sem það ræður ekki við.
En kvíðinn hefur verið einkenni allra alda. Við sjáum það á því hvernig Biblían talar um kvíðann. Þar er sífellt sagt: Óttastu ekki. Ekki vera hrædd. Það er af því að fólk var kvíðið. Fólk hefur verið kvíðið öld eftir öld.
Það er gott fyrir okkur að sjá að kvíðinn er hluti af veröldinni og það er ekkert nýtt. Það er ekkert óeðlilegt að við kvíðum sjálfar mikið eða lítið.
Önnur lína:
Það er áreiðanlega gagnlegt fyrir okkur að athuga okkar eigin kvíða. Hvers vegna skyldum vð vera svona kvíðnar? Kannski kvíðum við af því að við erum bara kvíðnar týpur eins og ein okkar segir. Kannski erum við af kvíðnu fólki. Það er ekki ólíklegt að sumar okkar kvíði meira en aðrar og líka að stundum kvíðum við sjálfar meira á einum tím e öðrum.
Ég held að það séu aðallega tveir flokkar af kvíða sem við glímum við: Annar er að kvíða fyrir einhverju sérstöku, eins og vinkona okkar kveið fyrir að eiga að mæta á ættarmót með sallat fyrir sextíu manns. Þegar ættarmótið var búið var kvíðinn það líka. Hitt er að kvíða fyrir einhverju sem við vitum ekki hvað er. Ég held […]
Ræða Auðar Eir á guðþjónustu 19. júní 2016
Prédikanir 2016
Auður Eir Vilhjálmsdóttir Guðþjónusta við Kjarvalsstaði 19. júní 2016 kl. 20
Ymdislega fólk. Til hamingju með daginn og frelsið. Við heyrðum ritningarlestur um frelsið og ætlum að halda áfram að tala um það. Við skulum tala um frelsið til að vera til og njóta lífsins.
Og þá ætla ég að segja ykkur sögu. Það var sunnudagar og ekki messa hjá okkur en ég sá auglýst að það yrðu fyrirlestrar í Hannesarholti. Klukkan var næstum fjögur svo ég rauk af stað, lagði bílnum í Miðstrætinu og skundaði upp Skálholtsstíginn. ÉG sá mér til furðu að fyrirlestrarnir voru niðri og fullt veitingum úti og inni og ég hugsað: Enn flott og gekk inn. Það var fullt af fólki en engir fyrirlestra byrjaðir og ég settist við borð. Þá kom vingjarnlegur maður og sagði að ég ætlaði líklega að vera uppi þvi þetta væri fermingaraveisla. Ég fór bara upp og þar var allt byrjað og þéttsetið og ég sá bara einn stól lausan við eitt kringlótta borðið og settist þar hjá viingjjarnlegri konu.sem ér þótti ég hafa séð áður. Svo fann ég að einhver stóð fyrr aftur mig og leit upp: Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að setja hjá konu sinni, á stólinn þar sem ég sat.
Nema bara að þetta er allt saman lygi, allt saman skraddaralygi, skradd skradd skraddaralygi, já, allt saman haugalygi.
Mér dytti ekki i hug að vera að bjóða ykkur upp á svoddan lygi ef ég væri ekki handviss um að þið skrökvið líka. Þið skrökvið ótal sinnum að sjálfum ykkur. Öllu mögulegu um það hvað þið gerið miklar endemis vitleysur og getið verið alveg út í blátinn. Þið skröfkvið að ykkur um það hvað þið sögðuð og gerðuð í gær og fyrir 50 árum og hafið aldrei […]
Það voru konur ! Prédikun flutt í Grensáskirkju 13. mars 2016
Prédikanir 2016
Prédikun Arndísar Linn flutt í Grensáskirkju, 13. mars 2016
Markúsarguðspjall 15 kafli 33 – 40
33Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns.
34Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: „Elóí, Elóí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35Nokkrir þeirra er hjá stóðu heyrðu þetta og sögðu: „Heyrið, hann kallar á Elía!“ 36Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: „Látum sjá hvort Elía kemur að taka hann ofan.“
37En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá og allt niður úr.
39Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“
40Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jóse, og Salóme. 41Þær höfðu fylgt honum og þjónað er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem.
Kæru vitni
Já ég segi kæru vitni – því hér áðan urðuð þið vitni að krossfestingu Jesú þegar ______________las úr lokum Markúsargupsjalls.
Helsta hátíð kristinna manna er rétt handan við hornið. Dymbilvikan hefst á Pálmasunnudag eftir viku og á hverju ári rifjum við upp þessa örlagaríku sögu. Grundvöll trúarinnar. Söguna af því hvernig Jesú var fagnað og hann hyltur þegar hann reið á Asna inní Jerúsalem. Hvernig hann kallaði lærisveina sína saman til síðustu kvöldmáltíðarinnar og þvoði fætur þeirra. Hvernig hann var svikinn. Við rifjum upp hvernig vikan endaði með handtöku, húðstrýkingu, og krossfestingu.
Við urðum vitni að því áðan hvernig Jesús gaf upp andan. Myrkur grúfði yfir öllu, fortjald musterisins rifnaði og til hliðar stóðu vitnin, einu raunverulegu vitnin sem sagt er frá. – […]
Misbeiting valds og leið Guðs – Prédikun Arndísar Linn 17. janúar í Kirkju Óháða Safnaðarins
Prédikanir 2016
Prédikun Arndísar Linn flutt 17. janúar í Kvennakirkjunni. (Einnig flutt í Lágafellskirkju 3. janúar)
Guðspjall: Matt 2.16-21
Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.
Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins.“
Milli jóla og nýars var nýtt lag í efsta sæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar. Lagið sem heitir 18 konur er með Bubba Morthens og er af samnefndri plötu. Titillinn vísar til þess að 18 konum var drekkt í dreykkingarhyl á Þingvöllum á 17. Og 18. öld. Lagið er fallegt og grípandi – textinn áleitinn. Bubbi yrkir um konurnar sem öllum var drekkt í hylnum vegna skírlífsbrota og hórdóms.
Í texta lagsins segir meðal annars:
Konum sem áttu sér enga vörn
var drekkt fyrir það eitt að eignast börn
ég starði ofaní ólguna og sá
andlit kvennanna fljóta hjá.
Ég nam í vindinum kvennana vein
kannski í dýpinu eru þeirra bein.
Nafnið var Þórdís sem fyrst hér fór
í svelgin meðan ýlfraði prestanna kór.
Eins og Bubba einum er lagið tekst honum að segja þessa sögu á áhrifaríkan og beinskeittan hátt. Og hann vandar prestum og kirkju þess tíma ekki kveðjurnar. Kannski er hann að færa aðeins í stílinn – engar frásagnir eru til en staðreyndirnar eru engu á síður á hreinu. 18 Konum var drekkt. Og jafnvel þó dómsvaldið í siðferðismálum hafi […]
Prédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 27. desember 2015
Prédikanir 2015
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Jólaguþjónusta í Háteigskirkju 27. desember 2015
Veljum að vera eins og Jesú á jólanóttina í Betlehem
Gleðileg jól. Tölum um Betlehem. Um hirðana í haganum sem heyrðu englana syngja og segja þeim að fara að sjá frelsarann. Og um vitringana og um Maríu og Jósef. Þau sem voru í fjárhúsinu á jólakvöldinu vissu öll hver Jesús var. Þau vissu að smábarnið í jötunni var Guð sem skapaði alla veröldina. Hún var komin til þeirra og alls heimsins.
Hugsum okkur að við séum einhver þeirra í fjárhúsinu. Hver viltu vera? Ég sting upp á því að við hugsum okkur að við séum Jesús, smábarnið í jötunni
Er það ekki of mikið fyrir okkur að þykjast vera Jesús? Er það ekki hrokafullt og alveg út í bláinn?
Nei, það er ekki hroki. Jesús sagði sjálfur að við gætum ekki tekið á móti öllu því stórkostlega og undursamlega sem hann vildi gefa okkur nema við yrðum eins og börn. Og hann sagði að við skyldum vera í sér og þá myndi hann fylla hjarta okkar og allt líf okkar myndi verða fyllt af vináttu hans.
Á jólanóttina hvíldi Jesús í umhyggju og ást fólksins sem Guð gaf honum. Svo hélt hann áfram og gekk inn í lífsstarf sitt. Við gerum það líka. Hann gekk út í flókna og hættulega veröld. Við gerum það líka. Hann samdi sér lífsstíl. Við gerum það líka.
Það skiptir mestu máli hvernig lífsstíl við semjum. Það eru margar aðferðir og þær fara eftir margvíslegum viðhorfum. Við veljum úr því sem við heyrum og lærum og því sem við hugsum sjálfar. Það skiptir mestu hvað við hugsum. Ég segi það aftur og aftur og líka að þess vegna skiptir það öllu hverju við trúum. Af því […]
Inná við á Aðventu – Prédikun Arndísar Linn í Dómkirkjunni 6. desember 2015
Prédikanir 2015
Lúkasarguðspjall 1. 26 – 34. – Endursögn Kvennakirkjunnar
Þegar Guði fannst komin rétti tíminn sendi hún Gabríel engilinn sinn til borgar sem heitir Nazaret til að ræða við konu sem þar bjó. Konan hét María og var trúlofðu manni sem hét Jósef. Þegar engillinn kom til hennar heilsaði hann henni og sagði: ,, Heil og sæl þú sem Guð lítur til í mildi og kærleika og finnst þú yndisleg manneskja. Guð er með þér.
En María varð hrædd við þessi orð og velti því fyrir sér hvað þessi kveðja ætti að þýða. Þá sagði engillinn við hana; Þú þarft ekki að vera hrædd María því að Guð elskar þig, treystir þér og þarfnast þín og henni finnst þú yndisleg manneskja. Og hún ætlar að sjá til þess að þú eignist son sem þú skalt gefa nafnið Jesús. Hann verður einstaklega merkilegur, sá merkilegasti í öllum heiminum og allir sem kynnast honum munu skilja og skynja að hann er Guð sem er ekkert ómögulegt og allt mögulegt.
————————————————–
Á afar sérkennilegu en áhugaverðu safni í Berlín sem heitir Heimar líkamans (d. Menschen Museum) eru alvöru mennskir líkamar til sýnis. Húð og fita hefur verið hreinsuð burt og sjá má sinar, æðar, bein og öll líffæri líkamans í einstaklega miklum smáatriðum.
Á safninu eru líka ýmiskonar listaverk sem vekja til umhugsunar um leyndardóma lífsins. Eitt slíkt þekur risastóran vegg . Á veggnum er gífurlega stór glerkassi fullur af hrísgrjónum. Þar eru trúlega fleiri hrígrjón en ég mun nokkurn tíman kaupa, hvað þá borða á ævinni.
Á agnarsmáum fleti á glerkassanum hefur verið teiknuð rauð píla sem bendir á eitt hrísgrjónið. Við píluna stendur ,,Þetta er upphafið að þér“ Í glerkassanum er jafnmikið af hrísgrjónum og meðalfjölda sáðfrumna í sáðláti – 3 – 500 […]
Prédikun Auðar Eir í guðþjónustu í Laugarneskirkju 15. nóvember 2015
Prédikanir 2015
En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla og Elía heyrði það.
Fyrri Konungabók 19. 12 – 13.
Við ætlum að heyra um það þegar Guð talaði við Elía í blíðum blæ en ekki í stormi, jarðskjálfta og eldi. Það er sagt frá því í Fyrri Konungabók og lesið úr henni áðan. Frásagan er svona: Kóngarnir í Ísrael voru orðnir verulega vondir menn. Einn hét Akab og hann var duglegur herforingi en brást algjörlega þeirri einu skyldu sem hann hafði í raum og veru en það var að standa vörð um trúna á Guð.
Hann giftist Jessebel sem var hræðilega grimmlynd og dýrkaði guðinn Bal og Akab opnaði dyr þjóðar sinnar fyrir þeirri trú. Elía gekkst fyrir keppni milli Bals og Guðs, lét 450 presta Bals setja upp altari og setti annað upp sjálfur, ekkert gerðist á altari þeirra en Guð sendi eld á altari sitt. Þá drap Elía alla balsprestana. Akab sagði Jessebel frá því og hún lét skila til Elía: Á morgun um þetta leyti verður þú sjálfur dauður. Og þá varð Elía þessi mikli kjarkmaður svo hræddur að hann flýði og faldi sig í helli. Guð kom til hans og sendi á undan sér storm sem tætti björgin og jarðskjálfta og eld. En Guð var ekki þar. Þá kom blíður blær og straukst um hellisopið. Þar var Guð og talaði við Elía. Komdu nú Elía, ég er hérna með mat handa þér og svo skaltu halda áfram að vinna fyrir mig.
Ég vildi segja okkur þessa sögu af því að ég held að Guð tali við okkur núna í blíðum blæ og við skulum treysta því. Stundum talar Guð með miklum krafti í vakningum sem kalla saman þúsundir fólks sem breyta öllu í kringum sig með sterkri […]
Prédikun í messu Kvennakirkjunnar í Mosfellskirkju 25. október
Prédikanir 2015
Prédikun Arndísar Linn í guðþjónustu í Mosfellskirkju 25. október 2015.
Okkur þykir hæfa á þessum minningardegi um Ólafíu Jóhannsdóttur að lesa frásöguna um glataða soninn í 15. kafla Lúkasarguðspjalls í styttri endursögn okkar:
Kona átti tvær dætur. Sú yngri sagðí við mömmu sína: Mamma, láttu mig hafa það sem ég á í fjölskyldufyrirtækinu. Svo fór hún til útlanda og sóaði öllum arfi sínum. Þá sneru þau við henni bakinu, þau sem hún hafði áður borgað skemmtanir fyrir. Hún fékk vinnu á kaffihúsi og langaði mest til að borða það sem var hent í ruslatunnuna. Ekki nokkur manneskja kom henni til hjálpar.
Þá ákvað hún að fara heim. Mamma rekur stórt fyrirtæki, sagði hún við sjálfa sig. Ég ætla að biðja hana að ráða mig bara í vinnu eins og ókunna manneskju. Hún skrapaði saman í flugmiða og fór. Mamma hennar frétti af henni og tók á móti hennu á flugvellinum. Hún fór með hana heim og svo bauð hún fólki til að fagna henni.
Eldri systir hennar var í ferð fyrir fyrirtækið en þegar hún kom heim vildi hún ekki koma inn í boðið. Þú heldur veislu fyrir þessa stelpu sem tók peninga úr fyrirtækinu og eyddi þeim öllum. En mamma hennar sagði: Elskan mín. Þú ert alltaf hjá mér. Við eigum allt saman. Og nú erum við báðar búnar að fá hana aftur, systur þína sem við misstum.
Guð blessar okkur orðið sitt. Amen
———————————-
Í ár er fagnað hér á hólnum, eins og Halldór Laxnes kallaði Kirkjustæði Mosfellskirkju í Innansveitakróniku. Með margvíslegum hætti hefur þess verið minnst að 4. Apríl síðastliðin voru 50 ár, hálf öld frá því að Mosfellskirkja var vígð.
Í ár fanga Íslendingar líka mikilvægum tímamótum í sögu sinni því hundrað ár eru frá því að konur fengu […]
Veldu lífið – Prédikun úr Seltjarnarneskirkju 13. september
Prédikanir 2015
Veldu lífið
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Seltjarnarneskirkja, 13. september 2015
Í Gamla testamentinu sagði Guð við fólkið sitt: Ég legg fyrir þig lífið og dauðann. Veldu lífið. Og Jesús sagði: Ég er lífið. Í vináttunni við mig geturðu valið lífið. Gerðu það. 5. Mós. 30.19. Jóh. 14.6.
Ég ætla að segja ykkur frá því sem ég gerði á þriðjudaginn. Þá var ég úti um allar trissur allan daginn og kom loksins við í kjötbúðinni til að kaupa í kvöldmatinn. Ég kaupi alltaf lambalundir ef ég er svo sein að það er búið að loka fiskbúðinni. En það voru bara til kindalundir og ég keypti þær, kom heim, setti upp kartöflur og hitaði pönnuna og setti kindalundirnar á hana. En þegar kartöflurnar voru soðnar voru lundirnar enn seigar svo ég lét þær vera áfram og opnaði baunadósina. Þá hringdi síminn og ég ætlaði að setja baunirnar í pott enn setti þær óvart á pönnuna. En lundirnar voru jafn seigar þegar ég gáði næst og á kafi í baununum. Það var hlægilegt svo ég stappaði baunirnar og svo setti ég sinnep út í og svo skar ég lundirnr í bita og svo í næstu athugun setti ég fleira krydd út í og bjó til sallat og svo sá ég að ég varð bara að hætta þessu og bað fólk að setjast og setti matinn á borðið. Ég var orðin tætt á taugum og sagði að þetta væri uppskrift úr Tidens kvinder og steingleymdi að líklega er það blað ekki lengur til. En engin gerðu athugasemd – og viti konur og menn – þetta var orðinn flottur réttur. Aldeilis létti mér. Og ég hafði sett apríkósutertu í mót um morguninn og meðan ég barðist við lundirnar bakaðist tertan og ilmaði um húsið.
Hvers vegna skyldi ég […]
Það verður að segja það. Prédikun 19. júní 2015 á Klambratúni
Prédikanir 2015
Til hamingju með daginn – þetta er dásamlegur dagur og þakklæti okkar til þeirra sem börðust fyrir kosningarétti okkar fyrir 100 árum er mikið og fallegt og sjálfsagt.
Síðan hefur svo margt gerst að allt er orðið nýtt. Þess vegna geta fleiri nýir hlutir gerst, þeir sem verða að gerast. Konur eru allsstaðar í stjórn og áhrifum og framkvæmdum. Þær hafa þekkingu og menntun til að leysa flóknustu mál og stýra mikilfenglegum verkefnum. Við sem erum í hógværari verkum þurfum að styðja þær – þær þurfa að eiga okkur sem bakland, þær þurfa að finna að við treystum þeim og dáumst að þeim. Af því að það er erfitt að stjórna og ábyrgðarmikið að taka ákvarðanir fyrir annað fólk. Við megum allar þakka fyrir konurnar sem eru komnar í forystu.
Og þær mega þakka fyrir okkur, hugsanir okkar og hugrekki. Það veitir ekki af. Því nú þurfum við að gera eitthvað allar saman. Og eins gott að taka þennan merka dag til að taka nýjar ákvarðanir um nýjar framkvæmdir.
Konurnar fyrir 100 árum sáu hvað þurfti að gera og gerðu það bara. Þær fengu konur og menn til að drífa í því. Það tók langan tíma. En það varð. Af því að það var auðséð hvað þurfti að gera. Við urðum að fá kosningarétt.
Það er eitthvað mikilvægt sem við þurfum núna. Það er bara verst að við vitum ekki almennilega hvað það er. Samt heyrast raddir um það og þær eru orðnar sífelldar, að ég ekki segi síbylja. Við þurfum betra þjóðfélag, betri atvinnuvegi, betra Alþingi, betra skólakerfi, betra heilbrigðiskerfi og betra velferðarkerfi. Ég les um það í blöðunum á hverjum einasta morgni – og þú lest það líklega þar eða annars staðar […]
Trú mín – vitnisburður Guðrúnar B. Jónsson
Prédikanir 2015
Trú mín,
Af hverju trúi ég, af hverju efast ég í trú minni og af hverju finnst mér gott að vera í Kvennakirkjunni?
Til að svara þarf ég að fara langt til baka alla leið til þess að ég fæddist.
Ég var skírð í kaþólskri trú og ólst upp í henni þangað til ég var var 6 ára (1942) að ég byrjaði í skólanum. Þá var mér sagt að nú væri ég guðlaus „gott los“ Það var í stríðinu. Pabbi var ríkisstarfsmaður sem kennari og þurfti að fylgja fyrirmælum.
Eftir að stríðinu lauk 1945 var mér sagt að nú væri ég lútersk evangelisk og 1950 var ég fermd. Ég ólst samt ekki upp í kristilegri hefð heima fyrir.
Ég man mjög vel hvað þessar breytingar til og frá trufluðu mig mikið en ég fékk eiginlega aldrei skýringu á því, og á þeim tímum lærðu börnin líka að spyrja ekki of mikið. Samt man ég að mér fannst að það væri mér að kenna.
Ég fór sem barn í mína kirkju á sunnudögum og mamma hjálpaði mér að koma mér af stað í hvaða veðri sem var.
Mamma átti bróður sem var giftur mjög trúaðri kaþólskri konu. Bróðirinn veiktist mjög mikið þegar hann var ungur og kona hans hét því að ef hann fengi að lifa myndi hann gerast kaþólikki – sem gerðist. Hann mátti eftir það ekki hafa samband við mömmu, systur sína.
Eitt dæmi enn vil ég nefna sem hafði mikil áhríf á mig. Það voru foreldrar vinkonu minnar sem nú er dáin. Þau höfðu hvort sína trú, hann var kaþólskur en hún lútersk. Þau giftu sig í lútersku kirkjunni og börnin voru lútersk. Þegar pabbi hennar varð gamall og veikur og kominn að dauða kallaði hann á kaþólskan […]
Nesti fyrir gesti en einkum fyrir heimafólk. Prédikun í Garðakirkju 17. maí 2015
Prédikanir 2015
Við ætlum að tala um nesti fyrir gesti en einkum fyrir heimafólk. Það er einfaldlega af því að við tökum alltaf með okkur nesti úr öllum messum . Ég var í Strassborg og fór í fínu kirkjubókabúðina og kom með þrjár bækur úr því nesti hingað í kvöld. Sjáum nú til hvort við viljum eitthvað af því til að fara með heim.
Þessi bók heitir Guð er ekki eins og þú hélst. Það er mikið skrifað um það í guðfræði núna. En ég held bara ekki að við setjum þetta í nestið. Af því að ég held að Guð sé alveg eins og við héldum. Við erum löngu búnar að sjá að Guð er vinkona okkar. Við höldum ekkert um það. Við höfum vitað það lengi. Og það er alveg stórkostlegt. Svo við setjum ekki þessa bók í nestið.
Þessi þykir mér svakaleg brandarabók og þess vegna gæti hún verið í nestinu. Hún heitir Hvað ef Jesús er nú ekki Guð? Ég hélt að höfundurinn yrði alveg dolfallinn yfir svoleiðis hugsunum en hann er það ekki. Hann segir í fullri alvöru að Jesús sé alls ekki Guð. Hann skrifar samtal milli sín og Jesú. Heyrðu Jesú, þú ert sonur Guðs er það ekki? Og Jesús svarar: Neineinei, láttu þér ekki detta það í hug. En þú gerðir kraftaverk? Ekki eitt einasta. En hvað um fiskinn og brauðið uppi í óbyggðinni? Ekkert kraftaverk. Fólkið var með nógan mat og ég bað það bara að gefa þeim sem höfðu ekkert. En hvað með lamaða fólkið sem þú læknaðir. Ég læknaði það ekki. Ég sá bara að þetta var fólk sem hafði engan viljastyrk og ég gaf því trú á sjálft sig svo að það gæti staðið upprétt gagnvart öðru […]
Gleðin í hversdeginum – Prédikun Auðar Eir í Friðrikskapellu 12. apríl 2015
Prédikanir 2015
Gleðin í hversdeginum
Við ætlum að tala um gleðina í hversdeginum. Alveg eins og við gerum alltaf í hverri messu, bara frá ýmsum sjónarmiðum. Einfaldlega af því að mest af lífi okkar er hversdagslegt og venjulegt. Stundum verða stórviðburðir sem eru svo skemmtilegir. Stundum verða atburðir sem eru svo erfiðir að okkur finnst allt snúast við og við vitum ekki hvernig við eigum að mæta þeim. En líka það er hluti af venjulegu lífi okkar. Það verður alltaf eitthvað óvænt sem gerist bæði gott og erfitt. Ég held að einmitt þess vegna sé svo gott að eiga venjulegu dagana. Það sem við gerum þá hjálpar okkur til að mæta því sem er erfitt og það sem er gott og óvenjulegt ljómar um hversdagana. Eða hvað finnst þér?
Ég skrifaði í Fréttabréfið okkar um gömlu frönsku hjónin sem sátu úti á gangstéttinni fyrir framan húsið sitt í litlu þorpi í Elsass. Þau höfðu tekið stólana sína út og lítið borð og sátu í síðdegissólinni og dreyptu á rauðvíni og horfðu á umferðina. Það var skrifað um þau í kirkjublaðinu. Komdu og sestu hérna hjá mér, sagði maðurinn við konuna sína, þú átt það alveg skilið. Ljómandi boðskapur. Við eigum líka alveg skilið að tylla okkur og horfa á lífið í kringum okkur til uppörvunar og skemmtunar. Við eigum það skilið á hverjum einasta degi. Og við skulum taka tilboðinu.
Það þarf oft svo lítið til að gleðja okkur. Bara smáatriði, kaffibollann, símtal, tiltekt, eitthvað sem við komum í verk, í vinnunni eða heima. Eitthvað sem við finnum að við getum glatt okkur yfir, frá fyrri tíma eða vikunni sem leið eða deginum í gær eða dag. Það er svo margt að gleðjast yfir. Gáum að því og njótum þess.
Textinn […]
Þær gengu fram. Prédikun í Kvennakirkjunni 15. mars 2015
Prédikanir 2015
Prédikun í Kirkju óháða safnaðarins 15. mars 2015 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Dætur Selofhaðs gengu nú fram. Dætur hans hétu Mahla, Nóa, Hogla, Milka og Tirsa. Þær gengu fram fyrir Móse og Eleasar prest, höfðingjana og allan söfnuðinn við dyr samfundatjaldsins og sögðu. (4.Mósebók 27.2)
Þannig hefst saga systrana fimm í fjórðu Mósebók sem komu sér út úr tjöldum sínum, án þess að á þær væri kallað, tróðu sér inní hið allra heilagasta og stilltu sér upp fyrir fram karlaveldið. Á stað þar sem konur áttu hvorki erindi né höfðu rétt til að vera. Þær voru ósáttar við lög feðraveldisins og mótmæltu því að erfðaréttur gengi aðeins til drengja. Þær voru einkadætur föður síns og vildu halda nafni hans á lofti og gera tilkall til eigna hans. Kannski voru þær hræddar en þær voru ákveðnar og framsýnar, hugsuðu út fyrir rammann og tóku ábyrgð á eigin lífi. Þær tókust á við hindranirnar sem urðu á vegi þeirra og neituðu að sætta sig við óréttlæti samfélagsins
Það er skemmst frá því að segja að Móse snéri sér til Guðs. Hún var að sjálfsögðu ekki lengi að koma honum í skilning um að hlusta á konurnar og verða við kröfu þeirra. Guð vinkona þeirra var með þeim í baráttunni.
Raddir kvenna eru ekki sérlega fyrirferðamiklar í Biblíunni – hvorki í Nýja Testamentinu né því gamla. Lindsay Hardin Freeman og trúsystur hennar í Minnesota hafa tekið sig til og talið öll þau orð sem konur segja í Biblíunni. Í bók Fremann sem heitir Konurnar í Biblíunni: allt sem þær sögðu og hversvegna það skiptir máli kemur í ljós að konur segja í kringum 14.000 orð í Biblíunni, u.þ.b. 1,2 prósent af öllum orðunum sem þar standa. (1.1 milljón orð). Það tæki meðal ræðukonu […]
Prédikun í Langholtskirkju 18. janúar 2015
Prédikanir 2015
Í fyrsta kafla Markúsarguðspjalls er sagt frá skírn Jesú í ánni Jórdan, og rödd Guðs hljómaði: Þetta er maðurinn sem ég hef útvalið.
Verum þar sem er talað um Orðið – verum í okkar eigin Kvennakirkju
Gleðilegt ár góðu vinkonur og Guð geymir okkur á þessu ári sem öðrum. Ég ætla bara að byrja á að segja okkur eina sögu. Hún er svona:
Það voru amerísk hjón á ferð í Jerúsalem og konan varð bráðkvödd. Yfirvöldin buðu manninum grafreit í borginni. Það kostaði bara hundrað dollara. En þúsund að flytja hana heim. Nei, sagði maðurinn, ég ætla samt að flytja hana heim. En af hverju? Það er svo dýrt og hér er heilög jörð, sögðu yfirvöldin. Og maðurinn sagði: Ég flyt hana samt heim. Af því að ég hef heyrt að maður sem var jarðaður hérna fyrir tvö þúsund árum hafi lifnað við aftur.
Nú máttu rétt spyrja hvaða erindi þessi saga eigi inn í þessa fyrstu predikun ársins sem er við hæfi að hafa ögn settlega. Og það skal ég segja þér. Hún á það aleina erindi að eiga ekkert erindi og vera alveg ópassandi og út í bláinn. Það var nefnilega rétt fyrir jólin að ein af okkur sagði við mig þegar ég var að segja eitthvað í samtali sem við áttum nokkrar, hún sagði sisona: Ég skil ekki hvaða húmor þetta á inn í samtalið. Ég sá að þetta var alveg rétt hjá henni og ákvað á staðnum að steinhætta að koma inn með svona innslög sem eru út í bláinn. Ég ákvað líka daginn eftir að hætta að leggja frá mér ýmsa hluti hér og hvar og eiga svo í bagsi við að finna þá aftur.
Og þetta á það erindi í predikunina að spyrja þig […]
Guð vonarinnar – Prédikun í Háteigskirkju 28. desember 2014
Prédikanir 2014
Prédikun í Háteigskirkju 28. desember 2014 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Gleðileg jól kæru vinkonur og vinir
Í upphafi var Guð
Í upphafi var uppspretta alls, sem er
Í upphafi var Guð sem þráði
Guð sem andvarpaði
Guð sem hafði fæðingarhríðar
Guð sem fæddi
Guð sem fagnaði
Og Guð elskaði það sem hún hafði gert
Og Guð sagði ,,Það er gott „
Carter Heyward
Þannig hljómar upphafið að altarisgöngubæn guðfræðingsins Carter Heyward þar sem hún vísar til upphafs heimsins, sköpunarsögunnar sem líst er í upphafi Gamla testamentisins, þar sem ítrekað er bent á að Guð leit á allt sem hún hafði skapað og sá að það var harla gott.
Einhverjum árþúsundum síðar var Guði ljóst að fólkinu sem hún hafði skapað gekk misvel og meiri segja nokkuð illa að horfa til þess góða í sköpuninni og í hvert öðru.
Guð sá að hún yrði að gera eitthvað róttækt í málinu – grípa inní – taka málin í sínar hendur til að endurnýja tengsl mannkynsins við ást sína, góðvild og sköpunarkraft. Til að færa mannkyninu frelsun og von.
Á jólum komum við saman til að fagna þessu inngripi Guðs. Við fögnum því að Guð kom sem Jesú og leitaðist við að finna kærleika sínum farveg og kenna fólkinu í heiminum að elska hvert annað eins og hún elskaði þau.
Og Guð fæddist sem Jesú Kristur frelsari heimsins og vissi að það var harla gott.
Við þekkjum sögu Jesú, frá jötu til grafar. Þrátt fyrir alla dýrðina sem sagan hefur sveipast gegnum árhundruðin var hún í upphafi ekki saga dýrðar, heldur miklu frekar saga um von í vonlitlum aðstæðum.
Það var sannast sagna vonlítið að vera úthýst og fæðast í fjárhúsi.
Og þegar Jesús hóf að boða ríki Guðs mætti hann háði og spotti bæði guðfræðinga og samtímamanna sinna, þeirra sem töldu sig vita og höndla […]
Prédikun í aðventumessu í Dómkirkjunni 7. desember 2014
Prédikanir 2014
Aðventumessa í Dómkirkjunni 7. desember 2014 – Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Til hamingju með jólin. Þetta er jólakveðja sem einn af ungum áhangendum Kvennakirkjunnar sendi á jólakortunum sínum.
Ég skila henni áfram. Innilega til hamingju með jólin. Það er stórkostlegt að eiga þau. Þau eru til að halda það enn hátíðlegar enn aðra daga að Guð er komin og orðin ein af okkur – hún er Jesús, vinur okkar og frelsari. Ekkert smá eins og sagt er.
Þetta er nú samt stórlega dregið í efa eins og við vitum allar. Og ég fyrir mitt leyti hef velt því fyrir mér hvort Guð hefði ekki átt að velja aðra leið til að koma okkur til hjálpar. Ef hún hefði spurt mig hefði ég sagt að hún skyldi ekkert vera að þessu. Fólk ætti svo erfitt með að skilja það. Það skautaði fram hjá því og talaði bara um hana sem eitthvað annað en Jesúm, svona eins Almættið eða Alla eða Búdda eða bara kærleikann ef ekki æðri mátt sem við skyldum endilega kalla hvað sem okkur sýndist. Ég hefði sagt henni í fullri hreinskilni að fólk vildi ekki binda sig við eitthvað svona þröngt eins og bara Jesúm, það vildi hafa þetta víðara.
Ef hefði orðið úr þessu samtali okkar Guðs tel ég fullvíst að hún hefði sagt að hún hefði aldrei nokkurn tíma hugsað sér að velja aðra leið. Og nú skyldi ég taka hennar ráðagerðir fram yfir mínar og treysta sér betur en mér. Treysta því að hún væri víðsýnni en fólkið sem ég talaði um. Og þá hefði ég sagt: Já, takk, ég ætla bara að gera það. Hvað hefðir þú sagt? Ábyggilega það sama.
Hugsum nú um þetta – af því að þetta er áreiðanlega satt: Líf allrar […]
Ég fyrirgef þér – vilt þú ekki gera það líka? Prédikun í Laugarneskirkju 9. nóvember 2014
Prédikanir 2014
Prédikun Arndísar G. Bernhardsdóttur Linn í guðþjónustu í Laugarneskirkju.
Ég fyrirgef þér – vilt þú ekki gera það líka?
Biblíutextinn sem ég ætla að tala út frá í dag er úr Lúkasarguðspjalli þar sem sagt er frá því að einn daginn var Jesús að kenna vinum sínum og vinkonum. Í hópnum var kona. Hún hafði verið veik í átján ár. Hún var öll kreppt og gat alls ekki rétt úr sér. Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: ,,Kona, þú ert laus við það sem hrjáir þig“ svo lagði Jesús hendurnar sínar ofurblítt yfir hana og um leið gat hún rétt algjörlega úr sér. Og hún upplifði frelsi og þreyttist ekki á að láta alla í kringum sig vita hvað Guð væri góð og hversu megnug hún væri. (Luk 13:10 – 13)
Fyrir nokkru heyrði ég örstutta sögu sem hefur setið í mér og mig langar að segja ykkur. Einu sinni voru nokkrir pínulitlir fuglsungar, nýkomnir úr eggjunum sínum sem fóru á námskeið til að læra að fljúga. Fyrstu dagana æfðu þeir sig í að hoppa um. Næsta dag byrjuðu þeir að teygja út vængina og blaka þeim hægt og rólega. Svona gekk þetta dag eftir dag þangað til þeir höfðu allir náð góðum tökum á fluginu og gátu brunað milli trjánna á fullri ferð. Þar sem þeir voru orðnir fullfleygir var námskeiðið búið og það var haldin útskrift. Foreldrum þeirra var boðið og við hátíðlega athöfn fengu allir ungarnir viðurkenningarskjöl. Þegar útskriftin var búin stungu ungarnir viðurkenningarskjölunum undir vængina og löbbuðu heim.
Ég held við getum heimfært þessa sögu uppá svo margt í lífi okkar jafnvel trúna okkar og traustið sem við berum til Guðs. Lífið færir okkur ótalmörg verkefni, það er endalaus […]
Frelsið sem við fáum í fyrirgefningunni. Prédikun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. október 2014
Prédikanir 2014
Prédikun Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. október 2014
Í predikuninni í dag ætlum við að tala um fyrirgefningu og frelsi. Þess vegna skulum við heyra um þessi vers úr Matteusarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli
Jesús sagði aftur og aftur : Syndir þínar eru fyrirgefnar. Hann sagði það við fólk sem hann hitti á förnum vegi og barðist við vanda sinn og hann sagði það við sinn eigin hóp sem fylgdi honum. Heyrðu nú, sagði þá fólk í kring, hvað heldur hann að hann sé. Heldur hann að hann sé Guð, Það er bara Guð sem getur fyrirgefið syndir.
Og Jesús sagði: Já, ég er nefnilega Guð og þess vegna hef ég vald til að fyrirgefa syndir,.
Hann sagði: Ég er kominn til að leita að hinum týndu og frelsa þau.
Og hann sagði: Ef ég geri ykkur frjáls þá verðið þið frjáls.
Þess vegna skrifaði Páll í Galatabréfinu: Jesús frelsaði okkur til að gera okkur frjáls.
Þess vegna skulum við standa við það og láta ekki aftur eins og við eigum að bera ok og ánauð.
Amen
Takk fyrir góði Fríkirkjusöfnuður að halda þessa guðþjónustu með okkur i Kvennakirkjunni. Það er alltaf jafn gott að vera með ykkur. Og takk fyrir, séra Einar, fyrir góðu orðin þín í upphafi um samstarfið við Kvennakirkjuna og 40 ára vígsluafmæli mitt. Við sem héldum afmælið saman erum svo glaðar að okkur finnst að fólk ætti að halda afmæli við og við til að rifja upp gleði áranna og tala um hin góðu verkefni sem bíða okkar.
Við getum litið á hverja einustu guðþjónustu og allar samverustundir safnaða okkar sem afmælishátíð. Það er ólýsanleg hamingja að vera í hópi sem hittist hjá Guði og talar um hana og við hana og hlustar á hana og syngur með henni. […]
Ávextir trúarinnar – Prédikun í Seltjarnarneskirkju 14. september 2014
Prédikanir 2014
Prédikun í Seltjarnarneskirkju 14. september 2014 Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Markúsarguðspjall 4. 26 – 32 – að hætti Kvennakirkjunnar:
Jesús sagði okkur þessa dæmisögu: Guðríki er einsog kona sem sáir fræi í jörð. Og þegar hún hefur gert það heldur hún áfram sínu daglega vafstri, bæði sefur og vakir og sinnir verkefnum sínum. Á meðan dafnar fræið og vex – alveg án þess að hún skipti sér af því og hún skilur ekkert í hvers vegna það gerist. Það grær nefnilega allt sjálfkrafa í jörðin, fyrst spýrar fræið, svo læðist upp lítil planta sem að lokum verður stór og ber ávöxt. Og þegar ávöxturinn er orðinn fullþroska, hvort sem hann nú heitir bláber, jarðaber, sólber eða rifsber eða eitthvað allt annað þá setur konan á sig garðhanskana og fer út að safna uppskerunni.
Og Jesús sagði líka: Við hvað eigum við að líkja Guðsríkinu? Hvernig eigum við að lýsa því? Jú Guðsríki er í raun eins og eitthvert smæsta fræ í heimi, svo lítið að þegar því er sáð er það litlu minna en rykkorn. En þegar búið er að sá því í mold, vex það og dafnar og verður stærra en allar aðrar jurtir og fær svo stórar greinar að fuglar himinsins geta hreiðrað um sig í skuggum þeirra.
Haustið er að koma og við í Kvennakirkjunni söfnumst saman til að fanga með Guði og fagna hver annarri . Við fögnum uppskeru haustsins, gleðjumst yfir því sem hefur vaxið og dafnað þetta sumarið hvort sem það nú er í garðinum okkar, í blómapottunum á svölunum eða í hjarta okkar.
Uppskera og ávextir, Fræ og sáning eru stór þemu í Biblíun, hvort sem við lítum til gamla testamentisins eða þess nýja. Þar er talað um fræ sem skrælna, fræ sem […]
Prédikun í Messu í Laugardalnum 19. júní – Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Prédikanir 2014
Nú eigum við afmæli, sjötíu ára afmæli lýðveldisins. Lýðveldi er að eiga valdið saman og valda valdinu. Það er stórkostlegt að búa í lýðveldi þótt við vitum og sjáum svo mætavel að ekki auðnast okkur alltaf að ráða við valdið.
Hvers vegna heldur þú að það sé? ÉG held að það sé af því að við ráðum ekki alltaf við sjálf okkur.
Það ganga margskonur sögur um spillinguna í lýðveldinu og okkur grunar oft að það sé bara eðlilega að ekki nokkur manneskja geti ráðið við sjálfa sig í svona þjóðfélagi. En þetta er auðvitað mesta vitleysa. Tign, frelsi og fögnuður lýðveldisins gnæfir himinhátt yfir alla vitleysu.
Það er samt margskonar vitleysa í gangi og ég ætla að nefna þetta: Það er samkeppnin, samanburðurinn og eineltið. Ég þarf ekki að tala meira um það því við þekkjum þetta öll. Og við þekkjum sektarkenndina sem ofsækir okkur af því að þetta skuli vera svona án þess að við ráðum við það. Og við þekkjum kvíðann sem sest að okkur af því að við munum ekki ná tökum á þessu – þessu og ýmsu öðru sem ætti ekki að viðgangast í lýðveldinu.
Það var sagt í lok síðustu aldar að þessi öld yrði öld kvíðans. Og hún er öld kvíðans. Hérna, í okkar eigin frjálsa og góða lýðveldi, er svo mikið af kvíða að því verður ekki með orðum lýst. Úr því að kvíðinn er svona víða og svona umfangsmikill og djúpur – og af því að hann er meira að segja yfirþyrmandi hjá börnum, þá hljótum við að vera að gera eitthvað vitlaust í lýðveldinu. Hvað heldur þú?
Ég nefni aftur það sem ég sagði áðan: Eineltið, samanburðinn og samkeppnina. Hvað nefnir þú?
Og ef við gætum minnkað það sem við sjáum […]
Elína Hrund prédikaði við upphaf prestastefnu
Prédikanir 2014
Biðjum með orðum séra Hallgríms Péturssonar:
Láttu Guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá bestu,
blessuð hans orð sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu. Amen.
Náð sé með okkur og friður frá Guði skapara okkar og Jesú Kristi frelsara okkar. Amen.
Það var fjölmennt við morgunverðarborðið á prestssetrinu á Reykhólum í morgun. Þar sem morgnarnir byrja vanalega í kyrrð og ró var skemmtilegur erill. Það var ekki hellt upp á einn bolla af kaffi heldur fulla könnu og morgunverðardiskarnir voru 8 en ekki einn. Það varð fjölgun upp á 7 manneskjur af báðum kynjum og á öllum aldri. Við vorum öll að búa okkur undir ferðalag dagsins, stefnan var tekin á stefnuna, prestastefnuna á Ísafirði.
Og það er gott að vera komin hingað í dag,horfa yfir hér úr prédikunarstólnum og sjá öll þessi kunnuglegu andlit, við erum heppin að eiga hvert annað að.
Það er gott að vera prestur hér í Vestfjarðarprófastsdæmi þó erfitt sé fyrir okkur prestana hér að hittast til skrafs og ráðagerða. Fresta hefur þurft hérðasfundum fram á haust v.ófærðar að vori og hittingum ýmiss konar og við sem erum á sunnanverðum kjálkanum ,,skreppum“ ekkert til að hitta kollegana hér fyrir norðan. Það er gott að vera hér prestur m.a. v. sögunnar: Því það var fyrir rétt 40 árum að hjón nokkur komu í eitt prestakall prófastsdæmisins og vildu fá að skoða kirkjuna og prestssetrið.
Formaður sóknarnefndar,sem þá var úti að stússa í garðinum spurði karlinn hvort hann hefði hug á að sækja um prestsembættið. Nei, sagði karlinn, það er konan.
Ekki er það verra, sagði formaðurinn þá. Og varð konan fyrst kvenna til að hljóta prestsvígslu á Íslandi og eru 40 ár í ár, hinn 29. september frá því að sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna […]
Feginleiki léttisins – Prédikun í Garðakirkju 18. maí 2014
Prédikanir 2014
Prédikun Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Garðakirkju 18. maí 2014
Komið til mín öll sem erfiðið og þunga eru hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld. Takið á ykkur mitt ok og lærið af mér, því ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þið finna sálum ykkar hvíld. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt. Matt. 11. 28-30
Í kvöld ætlum við að tala um feginleika léttisins. Það er gott umræðuefni í vorinu þegar brúnin léttist á veðrinu og sjálfum okkur og öllu í kringum okkur. Hvað er feginleiki léttisins? Það er það þegar við verðum svo fegnar yfir því að sleppa undan einhverju sem hefur íþyngt okkur. Þú veist hvernig það er, af því að þú hefur áreiðanlega fundið það margsinnis í venjulegum og sérstökum dögunum. Þegar þú slappst. Þegar hugur þinn léttist. Þú þekkir tilfinninguna. Ég þarf ekki að lýsa henni. En það er gott að rifja hana upp því hún er yndisleg.
Þú átt það skilið að láta þér líða vel. Þú átt það alltaf skilið, en það er ekki alltaf hægt, eins og þú veist. Stundum verðum við að þola það að láta okkur líða illa, hafa áhyggjur, kvíða fyrir, sjá eftir, skammast okkar og hver veit hvað. Það er hluti af lífinu, stundum nauðsynlegt, svo nauðsynlegt að við megum ekki skorast undan því, því þá gerist ekki það sem þarf að gerast okkur og öðrum til góðs. En það er stundum alveg ónauðsynlegt, mesta vitleysa, ekkert nema vitleysan í sjálfum okkur. Við sjáum eftir á að við enn höfum við ekki lært að láta smámunina vera smámuni en látum þá verða að ógn og yfirþyrmingu. Ætli við lærum ekki smátt og smátt að hætta að láta smámunina þjaka […]
Föstudagurinn langi á Skólavörðuholti – Prédikun í Dómkirkjunni 2014
Prédikanir 2014
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Lesum um föstudaginn langa í frásögu MarkúsarHermennirnir fóru með Jesú inn í höllina, kölluðu saman alla hersveitina, færðu Jesú í purpurakápu og fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð hans. Þeir tóku að hæða hann og segja: Heill sér þér, konungur Gyðinga, og slógu hann í höfuðið og hræktu á hann. Þeir leiddu hann út til að krossfesta hann.Þeir fóru með hann til Golgata og krossfestu hann. Tveir ræningjar voru krossfestir með honum. Þau sem gengu fram hjá hæddu hann, eins gerðu æðstu prestarnir og fræðimennirnir gys að honum og þeir sem voru krossfestir með honum smánuðu hann líka. Á hádegi varð myrkur um allt landið. Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann. Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt.Þannig hljóðar hið heilaga orð Guðs sem blessar okkur. Amen
Í dag ætlum við að tala um föstudaginn langa. Þá hékk Jesús á krossinum í sólarbreyskjunni með glæpamönnum, sárþyrstur og einmana og öllu svo lokið að honum fannst meira að segja að Guð hefði yfirgefið sig.
Við höldum áfram frá síðustu predikun þar sem við skildum við Jesúm þegar dyrnar lokuðust á eftir honum þegar hann var leiddur inn í dómssalinn við Lækjartorg. Það var sama kvöldið sem hann hélt síðustu veisluna með fólkinu sínu og fór svo út í Alþingisgarðinn til að tala við Guð. Og þar var hann handtekinn.
Og nú tölum við um föstudaginn langa og hugsum okkur að við séum komin upp á Skólavörðuholt. En Jesús er ekki krossfestur. Hann er ekki dæmdur í fangelsi. En það á að taka hann í sundur. Það á að eyðileggja mannorð hans, svo að það verði talað hroðalega um hann í fjölmiðlum og yfir kaffibollum um allt landið . Fólk á að fyrirlíta hann svo að hann […]
Prédikun í Seltjarnarneskirkju 16. mars 2014
Prédikanir 2014
Við lesum í dag um síðustu daga Jesú eins og er skrifað í Matteusarguðspjalli. Það er sagt frá óvild yfirmannanna og fastmælum þeirra um að ráða Jesú af dögum. Við lesum um ferð hans til Jerúsalem með vinkonum sínum og vinum, kvöldmáltíðinni og handtökunni og dómi Pontíusar Pílaltusar. Meðan Pílatus sat á dómstólnum komu boð frá konu hans: Láttu þennan réttláta mann vera. En Pílatus dæmdi Jesú til dauða.
Í dag ætla ég að segja ykkur sögu eins og stundum. Það er sagan sem við heyrðum í ritningarlestrinum, sagan um síðustu daga Jesú. Ég er að hugsa um að staðfæra hana eins og mér finnst ég geta. Jesús fæddist og starfaði norður í landi svo við hugsum okkur að hann hafi fæðst hérna fyrir norðan, á Dalvík, og flust svo til Húsavíkur og safnað að sér hópnum fyrir norðan, Öllu sem er frá Húsavík og Stefaníu úr Eyjafirði Aðalheiði, Þórlaugu og Margréti, Auði Jónasar, Huldu, Döllu, Solveigu Láru og Sigríði Mundu, Bryndísi og Svanfríði og Sólrúnu. Þær og fleiri, konur og menn, fara með Jesú um allt, halda samkomur, tala við fólk hvar sem er og eru í sjálf í sífelldum boðum. Það er svo gaman og svo margt fólk flykkist að þeim þótt þau verði líka fyrir meira og meira aðkasti og ógnunum frá Klúbbnum. Ég held við getum bara kallað faríseana og aðra yfirmenn Klúbbinn, því við getum ekki hermt hugsanir þeirra og verk þeirra upp á nokkrar manneskjur hér.
Svo mitt í öllu þessu skemmtilega og undursamlega starfi fer Jesús að tala um að fara suður. Það verða mínir síðustu dagar, sagði hann. Hann sagði reyndar að hann yrði krossfestur, en það er ekki hægt að segja núna, nú eru engir krossfestir hér. En […]
Sífellt samstarf okkar og Guðs – Prédikun í Neskirkju í febrúar 2014
Prédikanir 2014
Guð gaf mér fótfestu á bjargi. Guð er bjarg mitt og björgun. Hún gefur mér öryggi í göngulagi.
Guð er bjarg hjarta míns. Þetta stendur allt í Davíðssálmum. Og þegar Jesús kom sagði hann að hann væri sjálfur þetta bjarg.
Hann sagði: Þau sem heyra orð mín og fara eftir þeim byggja líf sitt á bjargi. Þótt steypiregn og stormar æði þá brestur líf þeirra ekki því það er grundvallað í mér. Guð blessar okkur. Amen
Hún á afmæli í dag – hún á afmæli í dag – hún á afmæli Kvennakirkjan – hún á afmæli í dag !
Gott að sjá ykkur hér í dag og Innilega til hamingju með afmælið.
Já hún er tuttugu og eins árs Kvennakirkjan. Hefur lifað tímana tvenna. Hún er eldri en internetið og álíka gömul og gsm símar. En ólíkt þeim tækninýjungum sem hellast yfir heiminn byggir hún á gömlum, stöðugum grunni sem haggast ekki –– Guð er í dag sú sama og hún var í upphafi og sú sama og hún mun verða um alla framtíð. Traust og áreiðanleg. Guð er bjarg sem byggja má á eins og segir í barnasálminum.
Á þessu trausta bjargi, Guði sjálfri hefur Kvennakirkjan byggt. Strax í upphafi var stefnan skýr: Í riti Kvennréttinda félags Íslands frá árinu 1993 segir Auður Eir í viðtali hjá Elísabetu ; ,,Kvennakirkjan á að vera vettvangur kvenna til að móta eigin guðfræði, finna hana og lifa hana hversdags og spari.“ Auður segir jafnframt „Kvennaguðfræðin leggur fram hugmyndir sínar og spyr konur um líf þeirra, hugmyndir, lífssýn, vonir og vonbrigði. …… Allt er þetta sífellt samstarf okkar og Guðs.“ tilvitnun lýkur.
Í samstarfi við Guð hefur Kvennakirkjan síðastliðið 21 ári lagt boðskap kristinnar trúar fram á ferskan, einlægan og aðgengilegan hátt sem talar til […]
Það byrjar allt í sömu stöðunni – Prédikun Auðar Eir 19. janúar í Laugarneskirkju
Prédikanir 2014
Það byrjar allt í sömu stöðunni
Predikun í Laugarneskirkju 19. janúar 2014
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Við heyrum í kvöld úr fyrstu köflum Markúsarguðspalls þar sem Jesús segir að hann sé kominn til að gera allt nýtt. Ég er kominn til að stofna Guðsríkið, sagði hann, og til að bjóða ykkur til að vinna þar með mér:Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Breytið hugsunum ykkar og trúið fagnaðarerindinu. En Guðsríkið er eins og sinnepskorn. Þegar því er sáð í moldina er það smærra öllum öðrum sáðkornum. Ef þegar því hefur verið sáð tekur það að spretta og verður öllum jurtum meira. Það fær svo stórar greinar að fuglar himinsins geta hreiðrað um sig í skugga þess.Þessu sáðkorni er sáð í hjörtu ykkar. Gætið nú að því. Gætið þess að varðveita það. Og næra það. Og láta ekki áhyggjur og daglegt amstur bera það ofurliði. Gætið þess, svo að það beri undursamlegan ávöxt í lífi ykkar. Amen
Gleðilegt ár. Nú byrjar allt upp á nýtt. Eins og við flettum blaðsíðu eftir jólin og í upphafi meiri birtu. Við erum samt svipaðar og það sem við segjum núna er svipað því sem við sögðum í desember. Stundum þegar ég hlusta á mínar eigin predikanir finnst mér ég alltaf segja það sama og ég verði að fara að finna eitthvað nýtt til að segja við okkur. En samt þurfum við alltaf að segja það sama, aftur og aftur. Við hittumst til að segja hver annarri að Guð elskar okkur og allt líf okkar byggist á því.
Arndís lét spegil ganga á milli okkar í síðustu messu og bað okkur að gá hvað við sæjum. Við sjáum að við erum vinkonur Guðs, sagði hún. Við sjáum í speglinum ást Guðs sem er með […]