Við erum staddar á fjalli í Ísrael forðum daga margar, margar, karlmenn og börn líka og Jesús hefur upp augu sín og lítur á okkur, sem hann fikrar sig ofar í hlíðina og segir: Koma so! Áfram gakk! Þið eruð sko á réttri leið, þið sem eruð auðmýkt í andanum, vegna þess að þið eigið himnaríki! Þannig ávarpaði Jesús mannfjöldann ef marka má þýðingu alsírska lögfræðingsins Messa í Grensáskirkju. Séra Yrsa Þórðardóttir André Chouraqui sem tókst á hendur að þýða fyrst gamla testamentið og svo viðaukann, sem við köllum nýja testamentið og án þess væri engin biblía, finnst okkur. Chouraqui segist þarna vera nær arameískunni og að Jesús hafi þarna verið að lýsa fólki sem er teinrétt á markvissri göngu. Því segir hann að Jesús hafi horft í kringum sig og hrósað fólkinu eða viðurkennt að það væri aldeilis vel innréttað og hafi skilið hvað var á seyði. Mikið eruð þið vel heppnuð! Þið megið aldeilis kalla ykkur sæl!
Strax þarna sjáum við að allt er öfugsnúið og þessvegna vildi ég að yfirskrift þessarar messu væri allt á hvolfi í guðsríkinu. Jesús talaði sem kunnugt er um guðfræði við konur og vildi að börn fengju að tala við sig, sem var ekki siður á hans tíma, þetta vitum við vel. En þá fyrst keyrir um þverbak þegar hann talar svo við þetta fátæka og smáða fólk í herteknu landi, eins og það sé á óslitinni sigurgöngu um lífið og hafi fangað sannleikann. En þannig er það með fólk sem hefur kynnst Guði og lætur sig trúna varða, það hefur fengið anda sem er mjúkur og snortinn og lífið fær við það ljóma sem enginn getur tekið í burtu, hvorki rómverski herinn né fátækt og erfið kjör.
Þetta […]