Ávarp: Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Feministafélags Íslands
Predikun: Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Yndislegt að sjá ykkur í þessari sameiginlegu messu Kvennakirkjunnar og Femínistafélags Íslands. Látum nú fara vel um okkur því ég ætla að segja okkur sögur.
Fyrsta sagan er um Gunnu og Sunnu. Sunna er menntuð og reynd í skrifstofuvinnu og bankastörfum. Hún hefur góða vinnu og gleðst og fagnar, en hún man það enn þegar henni var sagt upp. Það eru tuttugu ár síðan og henni var sagt að það hefði ekkert með hana að gera, það væri bara verið að hagræða. Og þegar Sunna var ögn farin að ná sér fór hún að sækja um önnur störf, sem hún fékk aldrei. Og þótt hún reyndi að hugsa með sér að það hefði ekkert með hana að gera fór hana að gruna að það væri það nú samt. Það varð erfiðara og erfiðara að opna blöðin til að fara yfir auglýsingarnar, hringja í ráðningarstofuna og fara í þau örfáu viðtöl sem buðust. Og Sunna sá að bráðum myndi hún gefast upp. En þá fékk hún vinnu. Hún hefur tvisvar skipt um vinnu síðan og henni líður vel. En hún geymir inni í sér minninguna um þetta allt, og ætlar aldrei að gleyma henni.
Gunna er prestur í þjóðkirkjunni og hefur oft og tíðum sótt um ýmis embætti eins og er gert í kirkjunni. Því er hætt núna að láta þau sem sækja um prestembætti vinna í margar vikur við að heimsækja fólk fyrir kosningar í von um að persónulegur ljómi þeirra verði að atkvæðum á kjördegi. Nú ganga umsækjendur fyrir nefndir og bíða svo úrslita. Það er ekki lengur persónulegur ljómi sem veldur úrslitum heldur ríkja reglur til að vernda umsækjendur og kirkjuna fyrir áföllum. En Gunna naut […]