Trú mín,
Af hverju trúi ég, af hverju efast ég í trú minni og af hverju finnst mér gott að vera í Kvennakirkjunni?
Til að svara þarf ég að fara langt til baka alla leið til þess að ég fæddist.
Ég var skírð í kaþólskri trú og ólst upp í henni þangað til ég var var 6 ára (1942) að ég byrjaði í skólanum. Þá var mér sagt að nú væri ég guðlaus „gott los“ Það var í stríðinu. Pabbi var ríkisstarfsmaður sem kennari og þurfti að fylgja fyrirmælum.
Eftir að stríðinu lauk 1945 var mér sagt að nú væri ég lútersk evangelisk og 1950 var ég fermd. Ég ólst samt ekki upp í kristilegri hefð heima fyrir.
Ég man mjög vel hvað þessar breytingar til og frá trufluðu mig mikið en ég fékk eiginlega aldrei skýringu á því, og á þeim tímum lærðu börnin líka að spyrja ekki of mikið. Samt man ég að mér fannst að það væri mér að kenna.
Ég fór sem barn í mína kirkju á sunnudögum og mamma hjálpaði mér að koma mér af stað í hvaða veðri sem var.
Mamma átti bróður sem var giftur mjög trúaðri kaþólskri konu. Bróðirinn veiktist mjög mikið þegar hann var ungur og kona hans hét því að ef hann fengi að lifa myndi hann gerast kaþólikki – sem gerðist. Hann mátti eftir það ekki hafa samband við mömmu, systur sína.
Eitt dæmi enn vil ég nefna sem hafði mikil áhríf á mig. Það voru foreldrar vinkonu minnar sem nú er dáin. Þau höfðu hvort sína trú, hann var kaþólskur en hún lútersk. Þau giftu sig í lútersku kirkjunni og börnin voru lútersk. Þegar pabbi hennar varð gamall og veikur og kominn að dauða kallaði hann á kaþólskan […]