Prédikun Sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni í janúar 2018 í Seltjarnarneskirkju
Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.
Hvernig gekk þér að læra margföldunartöfluna þegar þú varst barn ? Mannsu kannski eftir því að hafa þulið upp romsuna – einu sinni einn eru einn, einu sinni tveir eru tveir… og ertu kannski eins og ég að þurfa að byrja á , 5 sinnum 5 eða 6 sinnum 6 eða 7 sinnum 7 til að geta fikrað þig upp eftir talna rununni. Og svo þegar níu sinnum níu eru
orðnir 81 og tíu sinnum tíu 100 fer að sirta í álinn og eftir það þarf að sækja reiknivélina – eða draga upp síman eins og er auðveldast. í dag
Margföldunartaflan fer eftir ákveðnum lögmálum – ekki kannski náttúrulögmálum en hún hefur reglubuninn rythma og er óskaplega fyrirsjáanleg.
Það er Margföldun sem er til umræðu í Biblíutextanum sem við heyrðum hér áðan.
En það er ekki margföldun eins og við þekkjum hana – það er margföldun af allt annarri stærðargráðu en við , þú og ég gætum nokkurn tíman lært utanbókar – enda lítur hún ekki sömu lögmálum og margföldunartaflan.
Nú veit ég ekki hvort þú hefur lagt fyrir þig garðrækt en nokkur vor hef ég verið upptekin af fræjum, allskonar fræjum og meirisegja pantað slík frá útlöndum. Ég tók með mér sýnishorn:
Þessi fræ – sem eru af Perutré og væntalega svo smá að þið sjáið þau varla, bera með sér loforð um að verða 15 metra hátt tré með fagur hvítum blómum þegar þau standa í blóma.
Þessi fræ af Pálowníu Tomentósu sem minna meira á ryk en eitthvað annað verða líka fimmtán metra há, vaxa mun hraðar en önnur tré og fá fallega fölblá blóm á vorin.
Og einhverju sem getur lifað í þúsundir ára […]