Prédikun Huldu Hrannar í Grensáskirkju í mars 2019

Kærleikurinn

Predikun í Kvennakirkjunni – Grensáskirkju 17 mars 2019

I.Kor.13:1,13

 

Við skulum biðja:

Elsku Guð, við biðjum þig um að umfaðma okkur með kærleika þínum.  Kom þú til okkar.  Opna þú hjörtu okkar svo við séum fær að taka á móti  lífgefandi afli kærleikans. Láttu kærleik þinn vinna sitt verk svo að vonin og trúin sé sterk.  Í Jesú nafni.  Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Ég ætla að íhuga um stund kærleikann og leitast við að kafa dýpra í merkingu hans og hvernig hann getur haft áhrif inn í líf okkar.  Það er þörf á að efla kærleikann með því að taka hann til umfjöllunar og dýpka skilning okkar á honum.   E.t.v. er einnig þörf á að spyrja sig hvort við séum á flótta frá kærleikanum þó við séum á sama tíma að leita að mennsku okkar.  Kærleikann er hægt að nota sem hugmyndafræði. Kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur og umfaðmar okkur og hefur heilsusamleg áhrif, því kærleikurinn og ástin er læknandi afl, opnandi og lækkar varnarmúrana,

Kærleikurinn er nefnilega afl.  Komið frá Guði.  Því uppspretta kærleikans er hjá Guði.

Eins og segir í I. Jóhannesarbréfi: 
„Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.“ (I.Jóh.4:10)

Já Guð er miskunnsamur og elskar okkur, hvert og eitt (hverja og eina).  Í því liggja gæði okkar.

En hvaða mynd höfum við af kærleikanum?  Hann hefur stundum verið okkur konum fjötur um fót þar sem það hefur verið ætlast til þess að við værum svo góðar og kærleiksríkar.  Og oftar en ekki höfuð við fengið skakka mynd af honum.

Ég veit ekki hvernig þú túlkar kærleikann en stundum hef ég á tilfinningunni að sumir túlki orðið þannig að það merki að […]

Prédikun séra Auðar Eir 29. desember 2019 í Háteigskirkju

Háteigskirkja, sunnudagskvöldið 29 .desember 2019

Einu sinni enn heyrum við undursamlegt jólaguðspjallið um samtal Maríu við engilinn, ferð Maríu og Jósefs til Betlehem, fæðingu Jesú í fjárhúsinu, englasönginn hjá hirðunum og komu vitringanna frá Austurlöndum.  Einu sinni enn fyllumst við gleði og friði.

Heyrum líka formálann.  Hann stendur í öllu Gamla testamentinu og er um sköpun heimsins og vandræði hans um allar aldir, stríðin og kvenfyrirlitniguna en líka um ómælda ást Guðs sem var alltaf með fólki sínu í einu og öllu.  Hún ákvað að koma sjálf.  Ég kem bráðum, sagði hún og gef ykkur frið.  Þá verða öll hermannastígvél brennd og heima hjá ykkur er djúpur friður og smábörnin leika sér við góð og blíð dýr sem eru hætt að vera vond og hættuleg.

Svo kom Guð.   Hún kom og var Jesús.  Fæddur af Maíu og heilögum anda.  Lúkas og Matteus segja söguna, Markús segir frá upphafi starfsins og Jóhannes segir:  Í upphafi var Orðið og Orðið var Guð sem kom og var manneskja eins og við.  

Það er rifist um sögurnar um fæðinguna og líka um Orðið sem varð Jesús.  Það er hnakkrifist um það að Jesús var alltaf til og var alltaf Guð og heilagur andi.  Ég steig niður af himni, sagði hann sjálfur og við trúum því af því að hann sagði það.  Við skiljum það ekki.  Engin skilja það en við trúum því.  

Það breytir öllu lífi okkar að Guð varð ein af okkur.  Við sem viljum segjum að hún sé vinkona okkar.  Þær  sem kæra sig  ekki um að segja það segja það ekki.  En við játum allar að Guð kom eins og jólaguðspjallið segir.

Þess vegna getum við talað við Guð um allt sem liggur okkur á hjarta.  Hún steig niður og til okkar.  Hún heyrir alltaf og hjálpar alltaf.   Hún breytir huga okkar.  Hún tekur frá okkur hugsanirnar sem eru okkur svo erfiðar að þær […]

Prédikun Auðar Eir í afmælisguðþjónustu í Neskirkju 29. september 2019

,

Ég æta að segja þér sögu.  Einu sinni týndi ég litlu brúnu töskunni minni með kortunum, lyklunum og símanum.  Óhuggulegt.  Einhver gætu verið farin að eyða af kortunum mínum og hringja úr símanum og komið og opnað húsið mitt um miðja nótt.  Svona getur lífið verið og ég segi þér framhandið á eftir.

Ég á afmæli í dag, 45 ára vígsluafmæli.  Takk fyrir hátíðahöld kvöldsins. Þetta er yndislegt kvöld og ég hef hlakkað svo til að vera hérna með ykkur.   Dagarnir fyrir og eftir prestvísluna  fyrir 45 árum voru  baráttudagar en ekki bara baráttudagar heldur mörg baráttuár. Það tók allt líf mitt og líka dætra minna  og Þórðar mannsins míns því ég var alltaf með hugann við baráttuna. Það gat ekki verið öðruvísi  og  það var líka svona í öðrum löndum.  En nú er stríðið unnið og við skulum gleðjast.

Það er flókið að bjóðast til að vera prestur því fólk hefur alla vega hugmyndir og ræður yfir okkur sem bjóðum okkur fram.  Sum vilja hávaxna presta en sum lágvaxna, sum fjölskyldur en sum einhleypt fólk, sum vilja fólk sem kann eitthvað annað en guðfræði en sum vilja fólk sem fer ekki að skipta sér af neinu  og svo framvegis og svo framvegis fram með öllum götum.

En Lúter var ekkert að vesenast í þvíessu.   Hann sagði að prestar hefðu það aleina hlutverk að boða Orðið.  Það væri nefnilega réttur alls kristins fólks að fá alltaf að heyra Orðið .  Af því að Orðið gæfi frelsi og réttlæti, gleði og kjark hvern einasta dag.

Nú sjáum við hér hjá okkur og heyrum frá gjörvöllum Vesturlöndum að fólk vill alls ekki koma í kirkju. Það verður fólk að ákveða sjálft.  Lúter sagði að við skyldum endilega koma í […]

Prédikun Auðar Eir í febrúarmessu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Innilega til hamingju með afmælið okkar á fimmtudaginn, 14. febrúar.  Við erum nú búnar að vera saman í 26 ár og það hefur verið yndislegt og heldur því áfram.  Í kvöld eins og í öllum messum tölum við um Guð og okkur.

Ég ætla að segja þér tvær smásögur til af reifa málið.  Fyrri er svona:  Ég fór á bensínstöð.  Maðurinn kom og dældi fyrir mig og við spjölluðum saman og ég spjallaði líka við konuna sem tók á móti borguninni.  Sögulok. Hin sagan er svona:  Svo fór ég í bankann og konan þar gerði upp reikningana fyrir mig og svo spjölluðum við örlítð. Sagan búin.

 Ég hugsaði með mér að þessar manneskjur væru andlit þessara miklu fyrirtækja.  Það eru þær sem við hittum og eru miklu mikilvægari fyrir okkur en fólkð sem situr á skrifstofunum og stjórnar öllu og við höfum aldrei séð.  Samt þarf að stjórna þessu öllu því það þarf alltaf bæði manneskjur sem hafa yfirlit og framkvæmdir fyrir allar deildir og þær sem sjá um verkin á sínum stöðum

Þessar smásögur leiða til þess að tala um Guð og okkur.  Guð gerir nefnilega hvort tveggja, að vera á staðnum og sjá svo um allt.  Hún á heiminn og er þar alltaf í eigin persónu. Bara alltaf til viðtals og hjálpar.  Það er dásamlegt og við skulum hugsa meira um það.

Finnst þér það ekki stórkostlegt að eiga alltaf aðgang að henni sem stjórnar þessu stóra fyrirtæki þar sem milljónir vinna.  Og hafa það starf að hafa áhrif á aðrar milljónir.  Og að hún skuli vera í afgreiðslunni.  Og að hún skuli vera vinkona þín?

Við skulum tala um það í kvöld hver hún er.  Hver er Guð?  Og hverjar erum við sem erum vinkonur hennar?

Þótt hún […]