Predikun í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018
Ég var að hugsa um að tala um fullveldð og umræður þessara daga. Bara eitt í umræðunni. Bara eitt. Við getum talað saman um þetta allt og við erum áreiðanlega sammála um margt og ósammála um annað. Það er svo prýðilegt eins og ævinlega að víkka sjónarmiðin.
Eg ætla að tala um umtalið um okkar eigin persónulega fullveldi. Það er talað aftur og aftur um þjóðkjörið fólk sem sé meira en við venjulegar ókjörnar manneskjurnar. Ég held ekki að það sé rétt.
Við skiptumst ekki í tvo flokka. Við erum öll þjóðkjörin og fullvalda og berum öll ábyrgð á fullveldi okkar. Það er alveg satt að margt fólk, þjóðkjörið og ráðiið til starfa þarf að taka ákvarðinar um margt sem við hin þurfum ekki. Þau þurfa að koma fram þar sem við þurfum ekki að vera og lýsa yfir skoðunum sem við þurfum ekki. En ábyrgðin sem þau bera er ábyrgð okkar allra.
Þegar þeim tekst vel er það af því að okkur tekst vel í því að vera fullvalda einstaklingar í fullvalda þjóð. Þau eru hluti af okkur öllum í kringum sig.
Það verða alltaf deilur um ákvarðanir og framkvæmdir. Það var deilt um ákvörðunina um fullveldið 1918. Og um lýðveldið 1944. Og um Atlandshafsbandalagið og um Evrópusambandið. Það er sífellt deilt um launakjör. Og um velferðarmál og um skólamál. Við gefumst stundum upp á að hafa einbeittar skoðanir á þessu öllu og felum það fólkinu sem hefur fallist á að hafa skoðanir og framkvæmdir. Sumum treystii ég og öðrum treystir þú. Þetta er svo alvanalegt eins og maðurinn á Akranesi sagði alltaf.
En við erum öll fullvalda og jafn fullvalda og þau sem við kusum eða treystum. Þau mótast af skoðunum okkar […]