Jólamessa í Háteigskirkju 27. desember. Prédikun Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Gleðileg Jól kæru vinkonur og vinir !
Fæðing sérhver barns eru merkustu tímamótin í lífi einstaklinganna í kringum það – frá og með þeim tíma þegar barnið dregur fyrst andann er allt breytt. Ekkert getur orðið eins og það var áður. Þannig var það vissulega fyrstu jólanóttina. Tilvonandi foreldrar á ókunnum og óhentugum stað, fjarri fjölskyldunni, án alls þess sem þau þekktu. Tilvonandi foreldrar sem stóðu frammi fyrir atburði sem átti eftir að breyta lífi þeirra og breyta heiminum. María fæddi Jesú og eftir það gat ekkert orðið eins og það var áður – aldrei að eilífu.–
Guð var, í öllu sínu veldi, komin í heiminn. Guð sem hafði allt vald á himni og jörðu kaus að fæðast í vanmáttugu og berskjölduðu barni.
Mörg þau sem hafa heyrt þessar fréttir síðan, þennan fagnaðarboðskap hafa undrast, velt vöngum, spurt sjálf sig, Af hverju? Til hvers? Fyrir hvern?
Ég er með mynd sem ég ætla að biðja ykkur að láta ganga meðan ég held áfram að tala við ykkur. Ég geri mér grein fyrir að þið hafið oft séð þessa mynd áður. En ég hvet ykkur samt til að bera hana upp að andlitinu og skoða hana gaumgæfilega.
Því þessi mynd segir allt. Í henni felst svarið við því til hvers Guð kom í heiminn og fyrir hvern
Já Guð ákvað að koma í heiminn. Guð valdi að verða manneskja og fæðast í vanmáttugu og berskjölduðu barni. Við erfiðar aðstæður, inní óöryggi.
Þau sem mættu engli Drottins á Betlehemvöllum forðum urðu hrædd, ráðvillt, óörugg. Þeim var brugðið. Þau skyldu í fyrstu ekki þessa óvæntu uppákomu, þennan óvænta boðskap. Þannig hefur það líka verið fyrir marga einstaklinga sem á eftir hafa komið og hafa mætt Guði.
En […]