Spurning kvöldsins er hvort það sé hugsanlegt að Fjallræðan sé rammi utan um þig?
Ég veit ekki hvort þú kærir þig yfirleitt um ramma utan um líf þitt. Kannski hugsarðu með þér að þú viljir alls ekki vera að ramma þig inn heldur vera rammalaus og frjáls og hafa alveg rammalausa möguleika. Hvað heldurðu? Ég held nú samt fyrir mitt leyti að hvað sem við hugsum um það þá séum við allar innrammaðar í hina og þessa ramma. Við erum rammaðar í genin sem við erfðum og menninguna í landinu og okkar eigin venjur.
Það er hægt að breyta sumum römmunum en sumum ekki. Ekki breytum við genunum. Og það er ekkert víst að við viljum það því við höfum auðvitað erft býsn og hrúgur af góðum genum. Og við höfum tekið við góðri menningu og búið okkur til góðar venjur. Samt viljum við breyta sumu. Til að nota það minna eða alls ekki eða þá meira og betur. Eða hvað finnst þér?
Fjallræðan er um rammana. Hún er um rammann utan um þig. Hún er um blessunina sem þú hefur af því að hafa hana sem rammann um líf þitt. Og nú skulum við halda áfram frá síðustu messu og næst síðustu. Þú manst að við ætlum að tala um Fjallræðuna í allan vetur. Í síðustu messu talaði Jóhanna um liljur vallarins og í næstu messu, aðventumessunni, talar Ninna Sif um ljós heimsin.
Hugsaðu þér bara. Þú ert svo flott að þú ert eins og liljur vallarins. Þú ert yndisleg manneskja. Þú ert falleg og litrík manneskja sem ilmar af öllu því góða sem þú ert. Svo ekki bugast af áhyggjum. Guð er vinkona þín og hún er alltaf hjá þér.
Í kvöld tölum við um þrjár myndir í […]