Upplýsingar

Prédikun Sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni í janúar 2018 í Seltjarnarneskirkju

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Hvernig gekk þér að læra margföldunartöfluna þegar þú varst barn ? Mannsu kannski eftir því að hafa þulið upp romsuna – einu sinni einn eru einn, einu sinni tveir eru tveir… og ertu kannski eins og ég að þurfa að byrja á , 5 sinnum 5 eða 6 sinnum 6 eða 7 sinnum 7 til að geta fikrað þig upp eftir talna rununni. Og svo þegar níu sinnum níu eru

orðnir 81 og tíu sinnum tíu 100 fer að sirta í álinn og eftir það þarf að sækja reiknivélina – eða draga upp síman eins og er auðveldast. í dag

Margföldunartaflan fer eftir ákveðnum lögmálum – ekki kannski náttúrulögmálum en hún hefur reglubuninn rythma og er óskaplega fyrirsjáanleg.

Það er Margföldun sem er til umræðu í Biblíutextanum sem við heyrðum hér áðan.

En það er ekki margföldun eins og við þekkjum hana – það er margföldun af allt annarri stærðargráðu en við , þú og ég gætum nokkurn tíman lært utanbókar – enda lítur hún ekki sömu lögmálum og margföldunartaflan.

Nú veit ég ekki hvort þú hefur lagt fyrir þig garðrækt en nokkur vor hef ég verið upptekin af fræjum, allskonar fræjum og meirisegja pantað slík frá útlöndum. Ég tók með mér sýnishorn:

Þessi fræ – sem eru af Perutré og væntalega svo smá að þið sjáið þau varla, bera með sér loforð um að verða 15 metra hátt tré með fagur hvítum blómum þegar þau standa í blóma.

Þessi fræ af Pálowníu Tomentósu sem minna meira á ryk en eitthvað annað verða líka fimmtán metra há, vaxa mun hraðar en önnur tré og fá fallega fölblá blóm á vorin.

Og einhverju sem getur lifað í þúsundir ára – vissuði að í dag eru til þónokkur lifandi tré sem eru frá eitt þúsund til fimmþúsund ára gömul? En það er nú reyndar smá útúrdúr.. við erum í margfölduninni……hvar vorum við….

Það er ótrúlegt að þessu örsmáu fræ geti orðið að einhverju svo gríðarlega stóru. Það er stórkostleg margföldun sem erfitt að ímynda sér. 1 sinni eitt fræ verður ekki bara eitt fræ heldur margfaldast á undraverðan hátt með vatni og jarðvegi og næringarefnum eftir ófyrirsjáanlegum margföldunar áhrifum, lögmálum sem ekki er hægt að reikna út fyrirfram.

Sjálf hef ég sett báðar þessar frætegundir í mold (og reyndar margar fleiri sem ég skyldi eftir heima) . ég hef Sett yfir þau þartilgerðan ljósalampa, vökvað og ræktað og gætt þeirra eins og sjáaldur auga míns. Það er skemmst frá því að segja að ekkert af fræjunum mínum hefur orðið að tré. Stundum horfði ég á moldina vikum saman án þess að nokkuð gerðist. Stundum komu

kannski smávegis græðlingar upp úr moldinni en þeir dóu drottni sínum fljótlega eftir það. Það væri auðveldast að viðurkenna bara að ég sé ekki með neitt sérstaklega græna fingur – en kannski er málið það að þessi fræ þurfa annars konar loftslag en við höfum hér á Íslandi. Þau þola ekki kuldan og rokið. Mín reynsla er sem sagt sú að einu sinni eitt fræ hefur orði að nákvæmlega engu.

En ég veit samt að þetta er hægt – í réttu heimsálfunni, með réttu handtökunum ‚- ég hef reyndar ekki séð svona tré með eigin augum – en ég hef séð myndir af þeim. Ég hef það fyrir satt að svona frækorn verði að tré. En á meðan það tekst ekki hjá mér

– en tekst annarsstaðar þá verð ég að TRÚA því að það sé hægt.

Guðspjallatextinn  sem við heyrðum hér áðan fjallar líka um margföldun sem er ofar okkar skilning og gegnir ekki lögmálum margföldunartöflunnar. Guðspjalltextinn fjallar um kraftaverk þar sem Jesú – Guð – af umhyggju fyrir mannfjöldanum hefur áhyggur af að þau fái ekki að borða. Til að seðja hungur þeirra blessar hann brauðin 7 og fáeina fiska. Einu sinni 7 og einu sinni fáeinir fiskar margfaldast verða eitthvað miklu meira, feiknin öll af brauði og fiski sem kringum 4 þúsund manns gátu borðað. Jesús blessaði matinn og hann margfaldaðist. Blessun Guðs getur margfaldað alla mögulega og ómögulega hluti á undraverða hátt. Gert kraftaverk.

Og hvernig skilgreinum við kraftaverk ? Eitthvað sem gerist ekki – eitthvað sem er ekki til ? Fyrir mér er kraftaverk augljóst merki um að kraftur Guðs er að verki í heiminum. Guð vinkona okkar lætur krafta sína verka í heiminu. En það finnst mörgum ótrúlegt, mestmegnis vegna þess að það er bæði óútreiknalegt og ófyrirsjáanlegt – alllt öðruvísi en fyrirsjáanlega margföldunartaflan.

Það besta er að blessun Guðs er ætluð okkur. Guð býður okkur að koma til sín – Guð bíður eftir meirisegja eftir okkur . Og þegar við komum þá komum við með allt það sem í okkur býr. Persónuleika

okkar,Hæfileikana okkar, gáfurnar okkar, áformin okkar.

Og alveg eins og Jesú tók brauðið og margfaldaði svo allir fengju að borða, svo allir nytu góðs af – þannig tekur Guð á móti okkur á hverjum degi. Þegar við leggjum líf okkar og eignleika í hendur Guðs, þökkum henni fyrir og biðjum hana að blessa það sem við höfum mun hún margfalda það sem hún gaf okkur, styrkja okkur og styðja, gefa okkur bæði gleði og gæði í lífinu.

Um það hefur Guð gefið okkur endalaus loforð í Biblíunni.

. Já Margföldunartafla Guðs er sannarlega öðruvísi. Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að sjá jesú margfalda brauð og fiska. En ég hef heyrt af því aftur og aftur. Og ég hef séð kraft Guðs að verki í heiminum. Ég veit bæði af eigin reynslu og annarra að blessun Guðs getur margfaldast á óútreiknalegan og ófyrirsjáanlegan hátt. Með rétta hugarfarinu,, með sannfæringunni um hið ómögulega og með viljanum til að sjá kraft Guðs að verki í heiminum vex trúin okkar. En til að trúa verðum við að sleppa tökunum á margföldunartöflunni sem við lærðum sem barn og hugsuninni um að allt lúti reglubundnum rythma og sé í öllu fyrirsjáanlegt. Því blessun Guðs og allt það góða sem Guð lætur streyma niður til okkar tekur okkur á nýjar slóðir og getur tekið á sig svo ótrúlegar margar myndir. Og þegar við leyfum okkur að sleppa og treysta og opna augun fyrir því að kraftur Guðs sé raunverulega að verki í heiminum þá breytist allt. Og kærleikurinn sem við skynjum í hjörtum okkar vex útí hið óendanlega. Því í trúnni verður einu sinni einn ekki einn og sjö sinnum sjö eitthvað miklu stórkostlegara en 49. Amen