Upplýsingar

Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju 27. september 2020 í Guðsþjónustu Kvennakirkjunnar.

Róm 3:23, Matt.5:48, Jóh.3:7,

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Stundum skilur maður ekkert í Biblíunni. Og er það enginn furða því þar er talað m.a. um liðna atburði sem eru um leið sístæðir og inn í annan samtíma, og notuð voru þrjú tungumál til að skrifa hana.  Það eru margir staðir í Biblíunni sem ég hef ekki skilið í gegnum árin en síðan hefur maður komist til vits og þroska,  kynnt sér menningararfleifðir, rýnt í guðfræði og þá sérstaklega kvennaguðfræði og textarnir hafa lokist upp.

Svo var farið um textana í Rómverjabréfinu og Matteusarguðspjalli.  Annars vegar eru það orð Páls og hins vegar orð Jesú.  Þessir textar virðast vera á ská og skjön.  Annas vegar segir Páll að allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð og hins vegar segir Jesú okkur að vera fullkomin.  Alveg frá ég var barn hef ég ekki skilið samhengi þessi texta að fullu svo nú ákvað ég að gefa mér tíma til rýna betur í þá og horfða þá sérstakleg til orða Jesú.  Ég hef aldrei getað gleypt það hrátt að Jesús hafi ýjað að fullkomnunaráráttu.

Þegar ég fór að skoða orð Jesú nánar þá kom auðvitað annað í ljós.  Engin fullkomunarárátta.  Það er þannig mál með vexti að Nýja textamentið er þýtt úr grísku.  Og Jesú talaði arameisku sem var tungumálið m.a. í Ísrael (Abraham var frá Armeníu).  Orðið sem þýtt er fullkomin merkir svipað á grísku og arameisku, að vera þroskuð eða heil.  Við eigum að þroskast og vaxa og verða heilar.  Svo kemur þetta með föðurinn.  Jesús notaði ekki orðið faðir heldur orð á arameisku sem getur merkt foreldri eða skapari (stofnandi) og er kynlaust orð.  Og það tónar við það að Guð sagði:  Ég er það sem ég er – sögnin að vera.  Einnig væri hægt að nota bara orðið Guð sem er aldeilis ágætt orð á Íslensku.  Þá mundi textinn hljóða svo á Íslensku:  Verið heilar eins og Guð er heill.  Eða: Verið þroskaðar eins og Guð er þroskaður.

Er þetta ekki dásamlegur boðskapur sem berst til okkar?  Engin fullkomnunarárátta.  Við erum allar  syndarar og skortir Guðs dýrð, en við eigum að leitast við að þroskast eins og foreldri okkar himneska er þroskað.  Já að vera heil eins og Guð er heill.  Já að vaxa og bera ávexti.  Eflast í tengslum okkar við Guð og leyfa henni að hafa áhrif á líf okkar, fela okkur Guði og hvíla í henni.  Styrkja sjálfsímyndina, vera við sjálfar, verða heilar og hvíla í náðinni.  Eins og segir um Jesú í Lúkasarguðspjalli:  “Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.” (Lk.2:52)

Í dag er tekist á um mennskuna.  Kristin trú hefur heilstæða sýn á manninn.  Hann er ein heild, sál og líkami.  Við finnum það best þegar við veikjumst, að ef eitthvað kemur fyrir líkamann þá hrellist sálin og öfugt.  Maðurinn er dýrmæt sköpun Guðs.  Við, ég og þú, erum elskuð börn Guðs.  Það er mikilvægt að við lærum að þykja vænt um okkur sjálfar, elska líkama okkar og sál hvernig svo sem við erum.  Og búa við hreinleika, andlegan hreinleika – það er svo margt sem vill sóða okkur út og ef til vill erum við sjálfrar okkar verstar í þeim efnum, hangandi í syndinni í stað gleðinni.  Leyfum Guði að axla syndirnar og lifum í fyrirgefningu og náð svo við fáum þroskast og orðið heil.  Gefið og þegið – borið ávexti.  Stundum þurfum við að hugga okkar eins og við huggum lítið barn og fyrirgefa okkur sjálfum þar sem okkur varð á í messunni.

«Ykkur ber að fæðast að nýju» segir Jesú.  Já okkur ber að endurfæðast  til nýs skilnings á fagnaðarerindinu, gleðiboðskapnum.  Hann er bæði fyrir konur sem karla.  Og það gerum við hér í Kvennakirkjunni – að ljúka upp  textum sem hafa verið mengaðir af karlægum sjónarhornum, jafnvel pólitík eins og textinn úr Matteusarguðspjalli, og koma með kvenlegt sjónarhorn svo við getum endurfæðst til lifandi trúar, vonar og kærleika.  Heyrt í sjálfum okkur og fundið samsvörun við textann svo Guð nái að tala til okkar en þurfum ekki sífellt að vera að túlka textann og yfirfæra á kvenkyn.  Okkur ber að endurfæðast út frá jafnréttis sjónarhorninu.  Það er ekkert smá verk að hreinsa til þar eins og me too byltingin hefur sýnt okkur.  Við drögnumst með svo marga poka eftir að hafa lifað í karllægum heimi sem hefur verið mótaður af hugmyndafræði karla sem hefur oft á tíðum verið okkur helsi (skilgreindar af körlum).  Við þurfum að finna nýja leið til að tjá okkur og komast í samband við eigin tilfinningar og hugsanir en ekki þær sem hafa verið forritaðar fyrir okkur.  Brjótast út úr skelinn og verða nýjar manneskjur.

Já okkur ber að endurfæðast einnig til trúar á Guð.  Trú er traust og Guð er vinkona okkar.  Og hvíla í þeirri nálægð og kærleika og láta hana efla okkur og styrkja.  Eins og segir í sálminum eftir Lilju:  «Láttu kærleik þinn vinna sitt verk svo að vonin og trúin sé sterk.»  Við skulum biðja Guð um að auðga líf okkar svo við fáum borið ávexti til blessunar bæði fyrir okkur sjálfar sem og aðra.

Skúli Svavarsson kristniboði segir í nýútkominni bók sem ber nafnið «Það er alveg satt»:  «Breytt staða kvenna er líklega hvað augljósasta þjóðfélagsbreytingin sem víða fylgir útbreiðslu fagnaðarerindisins – skilningurinn á almennu manngildi sem nær til beggja kynja og allra aldurhópa.  Vonandi síast þessi hugsun smá saman út í allt þjóðfélagið og þá einnig vitundin um að fólk af öðrum ættflokkum eigi sama lífsrétt.  En allt þetta raskar stöðu karlmanna og rótgrónu virðingarkerfi.»   Já kristin trú hefur breytt lífi kvenna og karla og þá sérstaklega kvenna.  Þær hafa öðlast nýtt líf, fengið von og virðingu.  Þær hafa risið upp líkt að kreppta konan og fengið nýja sýn á heiminn.  Það er dásamlegt.  Gleði þeirra og trúarvissa er augljós.  Þær haf risið upp og orðið beinar í baki  því ljós Guðs hefur fyllt líf þeirra.

Það er þetta með virðingarkerfið sem virðist vera innvinklað í þjóðfélaginu og styrinn stendur um.  Yfirleitt hjóðlátur en á dögunum risu karlarnir upp og mótmæltu sunnudagaskólaefninu.  Er Guð ekki fyrir alla, ég bara spyr?  Jú og allri eru jafnir að virðingu það sýndi Jesúsa (arameiski framburðinn á Jesú) svo vel í boðun sinni og umgengni.

Ljós Guðs skín til okkar og vill fylla líf okkar af von, trú og kæreika.  Hleypum því inn og látum Guð fylla líf okkar af birtu.  Hann vill einnig fylla líf okkar af virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum.  Endurfæðumst til lifandi vonar á Jesú Krist og lifum heilar.

Amen.