Bók Kvennakirkjunnar Göngum í hús Guðs – guðþjónustan okkar er komin út. Hún er handbók helgihalds Kvennakirkjunnar sem er grundvölluð á lúterskri kvennaguðfræði. Bókin skiptist í tíu kafla: messuform, upphafsorð, þakkir fyrir fyrirgefningu Guðs, trúarjátningar, bænir, kveðjuorð, blessunarorð, máltíð Jesú, bænir og ljóð og söngva. Kvennakirkjan hefur haldið guðþjónustur frá byrjun starfs síns árið 1993 og mótað messuform sitt smátt og smátt. Allar konur Kvennakirkjunnar standa að bókinni og bjóða þeim sem vilja nota hana að eigin vild við messuhald í blessun Guðs. Bókin fæst hjá Kvennakirkjunni og kostar 4000 krónur. Hægt er að panta hana á kvennakirkjan@kvennakirkjan.is og í síma 864 2534.