Við eigum  tækifæri til að vera frjór jarðvegur, sem tekur við orði Guðs og lifir eftir

því. Skoðið þið ekki stundum gömul myndaalbúm?  Þegar fáir áttu myndavélar, var vandað til þess þegar taka átti mynd; fólkið í húsinu er komið undir suðurvegg, auðvitað valinn blíður sumardagur. Stundum er myndin frá fermingardegi eða öðrum hátíðardegi.En stundum hefur hún verið tekin á virkum degi, húsfreyjan og stúlkurnar enn með svunturnar, karlmenn á skyrtunni,  amma heldur á yngsta barninu, sem pírir augun við sólskini og framtíð.

Öll frátekin. Öll með sérstakt hlutverk og stað í tilverunni. Það er dygð að skila sínu hlutverki og vera trú eða trúr því sem manni er falið.

 

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir