Námskeið Kvennakirkjunnar þetta haustið verða sem hér segir:
Vertu leiðtogi
Fyrir hvað fólk? Fyrir þig. Þú útskrifast með þessa diplómu: Þú ert mild og máttug af því að þú ert vinkona Guðs. Kennslan er byggð á Fjallræðunni. Við kennum allar með Auði Eir. Biblíuvers, bænir og söngur innifalið. Námskeiðið verður á mánudögum klukkan 19:30 frá 30. september til 28. október.
Yndisleg uppörvun
Konur segja frá forgöngukonum kvenfrelsis á Íslandi. Þú verður enn skemmtilegri og ánægðari með þig eftir námskeiðið. Þú verður frá þér numin og það endist. Námskeiðið verður á mánudögum klukkan 19:30 frá 4. nóvember til 2. desember.
Námskeiðin eru í Þingholtsstræti 17. Skráðu þig á netfangið okkar, kvennakirkjan(hja)kvennakirkjan.is áður en þau byrja. Námskeiðin kosta bara 5000 krónur.