Fyrsta messa Kvennakirkjunna þetta árið verður í Laugarneskirkju, sunnudaginn 19. janúar kl. 20. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og Anna Sigríður Helgadóttir syngur. Að venju verður boðið til messukaffis og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti á kaffiborðið fá alúðar þakkir. Tökum frá tíma í dagsins önn og mætum í samfélag Guðs.