Á mánudaginn kemur lesum við 3. kaflann hjá Markúsi. Jesús velur postula úr hópnum sem fylgir honum. Hann valdi bæði konur og menn. Þau höfðu öll sömu ábyrgð og rétt. Jesús braut reglurnar sem giltu um konur í landinu og heiminum og gaf okkur nýja stöðu.
Kvennaguðfræðingarnir á síðustu öld deildu um kristna trú. Þær sögðu sumar að hún væri trú á karlguð í þreföldu valdi og væri óbærileg og skammarleg fyrir konur. Þær yfirgáfu hana sjálfar og sögðu að það gerði konur að aumingjum að vera alltaf að biðja Guð í staðinn fyrir að treysta sjálfum sér. Hinar sögðu að Biblían væri auðlegð kvenna og segði frá kristinni trú sem boðaði þeim frelsi og fögnuð. Þær sögðu að Biblían segði frá ást Guðs til kvennanna sem voru skelfilega kúgaðar. Og frá ást hennar til allra kvenna og allra manna og barna. Biblían segir okkur frá ást Guðs til okkar núna. Hvað segir þú, kæra vinkona?
Hittumst á mánudaginn þær sem viljum. Lesum allar saman þótt við komum ekki. Af því að Biblían er auðlegð okkar. Hún segir okkur frá sjálfum okkur. Og Guði sjálfri. Ekkert smá. Ég bara meina það. Blíðar kveðjur, Auður Eir