Mánudagsnámskeiðin hjá okkur í Kvennakirkjunni byjar aftur þegar við fáum rithöfunda til okkar á mánudögum í Þingholtsstræti 17, frá kl. 20 til 21.30.
Mánudagskvöldið 19.janúar kemur Kristín Steinsdóttir og talar um bókina Vonarlandið. Bókin er um þvottakonurnar sem þvoðu í Þvottalaugunum og vináttu þeirra hver við aðra.Mánudagskvöldið 26. janúar tölum við um leikritið Dúkkuheimilið eftir Henrik Ibsen sem við sjáum saman í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 22. janúar. Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikur Nóru kemur til okkar og ræðir við okkur. Þau sem vilja koma með verða að staðfesta í síðasta lagi 18. janúar í síma 551 3934 eða 864 2534.Mánudagskvöldið 2. febrúar kemur Guðrún Eva Mínervudóttir og talar um bók sína Englaryk. Bókin fjallar um unga stúlku sem segist hafa séð Jesú og um vandræðaganginn sem það veldur umhverfi hennar. Mándudagskvöldið 9. febrúar kemur Helga Guðrún Johnsson og talar um bók sína Saga þeirra, sagan mín sem segir sögu kvenna þriggja kynslóða fram til þessa dags.