Árið 2017 munum við minnast þess að 500 ár eru liðin frá því að Lúther negldi greinarnar 95 upp á kirkjuhurðina í Wittenberg. Það var upphafið að nútímanum er mat manna. Þetta leiddi til bætts siðferðis hjá kirkjunnar mönnum. Þetta leiddi til þess að fleiri lærðu að lesa því Lúther lagði áherslu á að allir ættu að hafa tök á því að lesa Biblíuna. Þetta leiddi til áherslu á að auka lestrarþekkingu og að reisa skóla í lútherstrúarlöndum og þar sem kristniboð fór fram. En eins og Friðarverðlaunahafi Nóbels 2015 Malala Yousafzay komst að orði: Öfgasinnar hafa opinberað hvað hræðir þá mest:
Stúlka með bók !
Með bestu kveðjum, Hulda Hrönn M. Helgadóttir