Við ætlum að halda námskeið í haust um leiðtogamenntun á grundvelli Fjallræðunnar. Það stendur til dæmis þar að við skulum æfa okkur í að vera með öðru fólki. Lesum orð um þetta frá Margaret Wheatley sem var hér í júní á vegum Þjónandi forystu. Hún segir að flest fólk sem hún þekkir vilji vera í betra sambandi við annað fólk. Það er sagt að við verðum að sýna sjálfsöryggi og vinna hratt. En það er miklu betra fyrir okkur að gefa okkur tíma til að tala saman og hlusta á ólíkar skoðanir hvert annars. Við víkkum okkar eigin skoðanir og komumst í samband við fólk sem við héldum að við skildum ekkert í, segir Margaret Wheatley.
Blíðar kveðjur, Auður Eir