Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands á Klambratúni við Kjarvalsstaði, 19. júní kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður KRFÍ og Una María Óskarsdóttir formaður KÍ taka þátt í messunni, einnig séra Arndís Linn prestur Kvennakirkjunnar og séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur á trompet og Margrét Hannesdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng á sálmum um baráttu og frið. Gott væri að taka með sér eitthvað til að sitja á. Verum velkomnar og höldum saman messu í gleði yfir sigrunum á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.