Nú hinn 17. júní fékk Hallfríður Ólafsdóttir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Hún er veitt henni fyrir framlag til hljómlistarlífs barna með bókum sínum um Maxímús Músíkús. Mamma hennar, Stefanía María Pétursdóttir fékk fálkaorðuna 1993 fyrir störf í Kvenfélagasambandi Íslands þar sem hún var formaður um langt árabil. Og mamma Stefaníu, Hallfríður Þóra Jónsdóttir á Siglufrði, fékk fálkaorðuna 1978 fyrir störf sín að félagsmálum. Við kvennakirkjukonur sendum vinkonum okkar innilegar hamingjuóskir með þakklæti fyrir allt sem við höfum fengið að njóta af snilld þeirra og kærleika.