Góðu vinkonur.
Við erum svo margar farnar af hlakka til að hittast í september. Við skulum vona að þá verðum við aftur orðið grænt land. Biðjum Guð að blessa jörðina sína. Hún vill að við biðjum. Gerum það. Það er svo gott fyrir okkur að sitja hjá henni og tala við hana og heyra hvað nú segir. Hún segir að það sé líka svo gott fyrir sig.
Það stendur auðvitað til að byrja með messu í september. Við ætlum þá að láta nýju bókina okkar móta guðþjónustuna, eins og hún mótar allar guðþjónustur okkar. Hún er einmitt um messurnar okkar og heitir: Göngum í hús Guðs – guðþjónustan okkar.
Við ætlum að kynna hana í fyrstu messunni, syngja sálmana í henni og biðja bænanna og lesa lestrana úr Biblíunni. Það verður svo gaman. Við stöndum allar að bókinni en píanóleikarinn okkar Aðalheiður Þorsteinsdóttir hafði umsjónina með öllu saman.
Bókin er gullfalleg. Soffía Árnadóttir setti hana upp og teiknaði myndir í hana.
Blíðar kveðjur, Auður Eir