Það er nefnilega svoleiðis. Kristin trú segir okkur að Guð hafi fyrirgefið okkur og að við megum þess vegna fyrirgefa sjálfum okkur. Ekkert smá. Hugsum um það og tökum á móti þvi. Í alvöru. Í Kvennakirkjunni flytjum við þakkir fyrir fyrirgefninguna í staðinn fyrir syndajátningu. Við játum syndir okkar í þakkarbæninni og leggjum hina djúpu áherslu á fyrirgefninguna. Við leggjum áhersluna á að við treystum fyrirgefningu Guðs. Hún fyrirgefur. Hún fyrirgefur. Segjum það oft. Fyrirgefðu þér f því að hún fyrirgefur þér. Ég held að það sé grundvöllur lífsins, grundvöllur lífshamingjunnar, það að þú ert frjáls frá því sem aftrar þér, hvað sem það er. Guð sagði það sjálf. Trúðu því.
Blíðar kveðjur, Auður Eir