Judith Plaskow er ein af forvígiskonum kvennaguðfræðinnar. Hún er Gyðingur og segir frá áhuga sínum í upphafi kvennabaráttunnar á áttunda áratugnum á að finna eigin form á guðþjónustunni og umræðu um trúna og femínismann. Það var erfitt. Hún var háskólakennari og í maí 1981 söfnuðust sextán konur saman á helgarráðstefnu sem varð grundvöllur fyrir áframhaldandi umræðu og baráttu fyrir áhrifum femínismans á gyðingdóminn. Judith er sannfærð um að konur eigi mátt og ábyrgð til að endurlífga trúarhefðirnar og hélt uppi óþreytandi umræðu í háskólanum, trúarsamfélaginu og kvennahreyfingunni. Svona konur breyta heiminum. Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur, Auður Eir