Nú er fastan og þá beinum við sjónum okkar þjáningunni í heiminum í gegnum píslargöngu Krists. Ef við lítum út fyrir okkur sjálf og okkar land, og lítum ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra eins og segir í Filippíbréfinu (Fil.2:1-5), þá er þannig mál með vexti að margt kristið fólk í heiminum býr við ofsóknir og þjáningar vegna trúar sinnar. Fólk er oft óvarið fyrir kerfisbundnum, skipulögðum árásum.
Í nóvember á þessu ári verður haldin ráðstefna í Albaníu á vegum Global Cristian Forum. Ætlunin með þessari ráðstefnu er að styrkja kirkjur í heiminum sem horfast í augu við mismunun, ofsóknir og píslarvætti heima hjá sér eins og í Sýrlandi, Írak, Egyptalandi og Nígeríu. (Global Christian Forum News, 2015 Edition 01)
Það er víða um heim sem kirkjur þurfa að horfast í augu við ofbeldi og píslarvætti. Manni bregður við á hinu friðsæla Íslandi að heyra að enn sé fólk að líða píslarvætti – að fólk láti líf sitt fyrir trú sína, skulu vera fórnað vegna trú sinnar líkt og á tímum Nýja testamentisins.
Með kveðjum, Hulda Hrönn M. Helgadóttir