En áður en við komum að Dalílu, ber að geta fyrsta sambands hans . Auðvitað þurfti hann að verða ástfanginn af dóttur óvinarins, Filistastúlku og var ekki tauti við hann komið. Það er upphaf ógæfunnar. Strax eftir brúðkaupið varð Samson svo ósáttur við þorpsbúa að til deilna kom , lausn hans var að hann gerði sér hægt um hönd og drap þarna þrjátíu manns, sem hann taldi að hefðu svikið sig og rauk svo heim í foreldrahús í bræði. Þegar hann sneri aftur að dágóðum tíma liðnum, hafði brúður hans verið gift öðrum manni. Þarna er vendipunktur í sögunni. Samson verður úr þessu upptekinn af því að hefna ófara sinna en honum gleymist ætlunarverkið, að frelsa þjóðina sína undan oki Filista.
Bestu kveðjur, Dalla Þórðardóttir