Dómur og upprisa
Jesús svaraði ofsóknum yfirmannanna. Ég er Guð sem er komin, þau sem sjá mig sjá Guð og þau sem trúa því hafa stigið frá dauðanum til lífsins. Það er vegna þess að ég er Guð sem ég hef vald til að halda dóm. Nú er sjaldnast predikað um dóm. En það er ekki langt síðan dómspredikanir voru miklar. Fólk óttaðist dóminn, óttaðist ógurlega. Listamenn máluðu stórkostleg málverk um skelfingu dómsins og þau hafa átt þátt í óttanum. Hvers vegna predika fæst okkar um dóminn? Vegna þess að við viljum heldur predika um krossinn sem er predikun um ást Jesú sem var dæmdur í okkar stað og reis upp fyrir okkur. Við viljum predika um þá miklu og gleðilegu ábyrgð okkar allra á því að taka Jesú alvarlega. Hvað finnst þér um það?
Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)