Svo elskaði Guð heiminn að hún kom
Litla Biblían, Jóh. 3. 16 er í þessum kafla: Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn stendur í útgáfunni frá 1981. En í nýju útgáfunni frá 2007 er talað um einkason. Mér finnst þetta megi standa svona: Svo elskaði Guð heiminn að hún kom sjálf og var Jesús svo að öll sem trúa á hann glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Þetta er nefnilega svona eins og Biblían vitnar um. Kaflinn er aðallega um samtal Nikódemusar og Jesú og Jesús segir honum að endurfæðast. Hvernig í ósköpunum get ég fæðst aftur, spyr Nikódemus. Þú eignast nýtt líf þegar þú trúir á mig, svaraði Jesús. Það er Guð sem gefur þér nýtt líf.