Hann var í heiminum, og heimurinn var til orðinn fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
Það eru alls ekki aðlaðandi skilaboð að heimurinn vildi ekki sjá hann. En þau eru sannleikurinn sem við þekkjum auðvitað úr okkar eigin samtíð. Það verður alltaf gáta hvers vegna sumt fólk fyrr og síðar þiggur tilboðið um að trúa því að Guð hafi komið í Jesú en önnur kæra sig ekki um það og segja sum að Guð sé ekkert frekar í kristinni trú en annarri. En lausnin er gefin aftur og aftur í guðspjallinu: Við sjáum hver Jesús er þegar við komum til hans og fylgjum honum. Við sjáum það ekki annars staðar. Hjá okkur þar sem kristin trú hefur verið boðuð um aldir er öllum boðið að koma og slást í hópinn sem stendur vörð um trúna á Guð sem kom í Jesú.
Jóhannesarguðspjall mun smátt og smátt birtast hér (smellið á hér)