Jóhannes 10. 7 – 21
Ég er góði hirðirinn
Fólkið skildi ekki hvað hann var að segja svo hann heldur áfram. Það er ég sem er góði hirðirinn og ég er meira, ég er sjálfar dyrnar. Þau sem ganga inn um þær dyr verða frjáls. Þau eru ekki innilokuð í byrginu heldur ganga inn og út og þau fá fóður. Það eru ekki aðrar dyr til og ekki aðrir hirðar Ég á líka aðra sauði og þau munu líka þekkja mig. Hver skyldu þau vera? Jesús var að tala við sína eigin þjóð. Skyldu hinir sauðirnir ekki vera við til dæmis? Ég legg líf mitt í sölurnar, ég gef það af frjálsum vilja, og ég fæ lífið aftur. Það þýðir: Ég verð krossfestur, en ég rís upp. Þetta vekur mikla athygli eins og fyrr og hann heldur áfram að vera alls staðar til umræðu.