Jóhannes 10. 1 – 6
Jesús kallar með nafni
Tíundi kaflinn er hinn afar frægi kafli um góða hirðinn. Jesús talaði í dæmisögum. Nú er dæmisagan um sauðina í byrginu og svikara sem klifra yfir veggi í dimmri nóttinni og þykjast vera hirðar en eru þjófar og ræningjar. En hirðirinn kemur að dyrunum og dyravörðurinn þekkir hann og opnar. Og sauðirnir þekkja hann og svara þegar hann kallar þau með nafni. Hann fer með þau út, fer á undan þeim og er leiðtogi þeirra. Þetta er saga um hópinn, hóp Jesú sem veit að hann er frelsarinn og aðrir frelsarar eru ekki til.