Jóhannes 7. 39
Hann átti við andann sem þau skyldu hljóta sem trúa á hann
Frá hjarta þeirra sem trúa á mig munu renna lækir lifandi vatns, segði Jesús. Hann sagði þetta líka við samversku konuna við brunninn. Hvað þýðir það? Það er sagt: Það er andinn sem þau eignast sem trúa á Jesúm. Hann er enn ekki gefinn, segir Jóhannes, af því að Jesús var enn ekki orðinn dýrlegur. Samt eignaðist konan við brunninn þessa læki lifandi vatns þegar Jesús talaði við hana. Hann gaf henni andann, vissuna, kjarkinn og gleðina. Hann gerði allt nýtt í hjarta hennar og lífi. Þegar Jesús varð dýrlegur, þegar hann reis upp frá dauðum og sannaði að hann var sá sem hann sagðist vera, gaf Guð fólki sínu enn meira af andanum. Hún gagntók þau eins og er sagt um hvítasunnuna í öðrum kafla Postulasögunnar. Hvað segir þú? Hefur þú ekki líka fundið andann gagntaka þig? Aftur og aftur á ýmsan hátt? Ég hugsa það, af því að Jesús gefur okkur öllum af anda sínum.
Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)