Hann gekk um, læknaði, boðaði kærleika og kenndi að guðsríki væri í nánd.
Hann boðaði “milliliðalaust” guðsríki og sniðgekk lögmálsboðun og siðareglur. Hann boðaði Guð sem fyrirgefur og læknar en refsar ekki. Hann kemur óþekktur inn á sviðið, ekki lærður rabbi, predikar á meðal fólksins miskunn, fyrirgefningu og lækningu fyrir hina blásnauðu. Hann fékk allar ráðandi stéttir og þorra almennings á móti sér og var krossfestur sem drottinsvikari og guðlastari.
Úr bæklingi Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings:
HVER VAR JESÚS Í RAUN OG VERU OG HVERT VAR ERINDI HANS?