Stundum þegar mér finnst ýmislegt of órólegt í einhverjum hópum sem ég er með í segi ég: Ég geng í klaustur. Og meina að það er best að leita að smá næði. Það bregst varla að margar í hópnum vilja líka ganga í klaustur og sumar vilja vera lengi. Við hugsum alvarlega um að verða okkur út um næði við og við. Það er hins vegar ekki auðhlaupið frá öllu og inn í klaustur, betra að setja upp smá klaustur heima hjá okkur. Við getum fengið okkur næðisdaga þótt við höldum öllu áfram sem við erum að gera, heimilishaldinu og vinnunni og öllu öðru. Það er allt í lagi þótt hitt fólkið í klaustrinu gangi í sínum takti og hafi ekki hugmynd um að það er í klaustri. Gáum hvort þetta er ekki afbragðs hugmynd og auðveld í notkun.
Blíðar kveðjur, Auður Eir