Áður en lagt er af stað í ferðalag þarf að huga að ferðatöskunni.Margt er þar í boði, ofurlétt taska, örugg taska, níðsterk. Er nauðsyn að leggja í umhugsun og kostnað þessa vegna? Víst er þénugt að eiga tösku sem er ekki eins og allar hinar með fallegu gíraffamunstri, t.d. Maður er miklu fljótari að sjá svona tösku á bandinu en ef maður á eina af þessum ótal svörtu. Gleðin getur verið skammvinn og fallega taskan kemur furðulöskuð úr fyrstu ferð eftir harkaleg áflog við allar hinar. En er þá ekki svarið að eiga sterka tösku, úr hörðu efni sem stendur af sér pústra? Augu þeirra sem eru í slíkum hugleiðingum beinast líklega að Samsonitetöskunni. Hún er sterk.
Hún hlýtur að draga nafn sitt af manni, sem við hét Samson, hann var sterkur og hann var heldur ekki eins og aðrir menn. Ég segir ykkur af Samson í framhaldssögu í pistlum sem birtast smátt og smátt. Fylgist með frá byrjun. Þetta er nefnilega spennusaga.
Bestu kveðjur, Dalla Þórðardóttir