Þetta sögðu konurnar sem hittast á mánudögum í Þingholtsstræti
Traust. Hvíld. Vissan um að Guð er með okkur og vinnur með okkur. Hún heyrir bænir okkar og við sjáum það strax eða seinna. Það er að taka eftir bænheyrslum án þess s að heimta að þær verði eins og við viljum. Það er að vera opnar fyrir anda Guðs og laða að okkur það sem er gott. Það er að hugsa ekki neikvæðar hugsanir heldur jákvæðar. Það er að láta trúna koma fram í því sem við gerum. Það er sjá að Guð er með okkur í öllum samskiptum okkar við annað fólk, góðum og flóknum. Það er að sjá hvað það er yndislegt að það er nóg í trú okkar að eiga Guð. Það er að sjá að Guð er alltaf að skapa.
Hún brallar svo, eins og Steinunn okkar Pálsdóttir segir.