Hún hraðar sér til okkar. Til að hjálpa okkur og líkna okkur. Dagarnir eru alla vega, eins og við vitum svo mætavel af því að við höfum séð það aftur og aftur. Stundum segi ég söguna af konunni sem stoppaði á grænu ljósi á Hringbrautinni, kannski var það annars staðar. En það er alveg satt, hún stoppaði af þvi að græna ljósið var búið að vera svo lengi að hún treysti því ekki að það yrði áfram. Ætli við stoppum ekki stundum þótt við höfum grænt ljós í lífinu? Kvíðum og þjáumst af sektarkennd þótt ekkert sé að ógna okkur? Hvað segir þú? Þá sér Guð hvað við hugsum og hraðar sér af himni með hjálp og líkn. Hún treystir okkur til að taka á móti. Þetta er úr sálminum fagra Á hendur fel þú honum er himna stýrir borg. Númer 38 í sálmabókinni. Syngjum.
Blíðar kveðjur, Auður Eir