Við þurfum að hafa sjálfar okkur á hreinu til að vera leiðtogar okkar. Það er svo undursalegt að við getum ráðið við okkur og yfir okkur. Af því að Guð gefur okkur máttinn til þess.
Til að hafa sjálfar okkur á hreinu þurfum við að læra að fyrirgefa mistökin. Okkar mistök og mistök annarra. Fyrirgefningin er ein af undirstöðum lífsins. Hún er gjöf Guðs til okkar og við þurfum ekki að gera neitt nema taka á móti henni. Trúirðu því? Það er alveg óhætt því það er alveg satt. Guð sagði það.
Hvað finnst þér þú þurfa að fyrirgefa þér? Hvað vildirðu biðja annað fólk að fyrirgefa þér?
Hvað finnst þér þú þurfa að fyrirgefa öðrum? Það þarf smátíma til að hugsa um þetta.
Úr bók Kvennakirkjunnar: Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi. Með blíðum kveðjum, Auður Eir